Þessi skjótti foli er þriggja vera gamall, móðir hans er Mylla frá Selfossi og faðir er Álffinnur frá Syðri Gegnishólum. Mylla er með 8,15 í aðaleinkunn, var tamin á fimmta vetur og sýnd á LM 2002 þar sem hún var í sjötta sæti í fimm vetra flokki. Foreldrar Myllu voru Muska frá Stangarholti og Kolfinnur frá Kjarnholtum. Mylla hefur verið töluvert óheppin með afkvæmin sín, ljót slys eyðilögðu fyrir tveimur þeirra og eitt frá vegna langtímaveikinda. Í haust kom til sýningar fyrsta afkvæmið undan henni, Myrra frá Syðri Gegnishólum, mjúk og hreyfingagóð klárhryssa undan Sveinin Hervari, hún hlaut frekar lágan dóm 7,76 og töluvert vandæmd að okkar mati. Þannig að ennþá vitum við frekar lítið um getu Myllu í ræktun en jarpskjótti folinn fer vel af stað, næmur, hreyfinga- og gangmikill og ekki spillir hvað hann er vel skjóttur eins og reyndar mörg Álffinnsafkvæmin.