Ari frá Efri Gegnishólum er þriggja vetra foli undan Hrönn frá Efri Gegnishólunm og Álffinni. Hrönn er undan Hrannari frá Höskuldsstöðum og Síðu frá Efri-Gegnishólum. Hrönn hlaut 8,08 í aðaleinkunn 6 vetra gömul með m.a. 9,0 fyrir fergurð í reið og hægt tölt. Hún er móðir Arnar frá Efri-Gegnishólum sem hefur verið í úrslitum í 5 gangi á nokkrum heimsmeistaramótum og með 8,51 í aðaleinkunn, þ.á.m. 9,0 fyrir tölt, fet, fegurð í reið og vilja og 9,5 fyrir hægt tölt. Annar frábær sonur hennar er Þröstur, undan Natani frá Ketilsstöðum en hann var í þriðja sæti í fjögurra vetra flokki á LM´12 með 8,24 og m.a 9,0 fyrir fegurð í reið. Ari er myndarlegur og hreyfingamikill, með sérstaklega mikið framgrip og hann fer vel af stað í tamningu.