Fagráð er búið að birta listann yfir hrossaræktarbúin sem hafa staðið sig best á árinu og er gaman að sjá að okkar bú Ketilsstaðir/Syðri Gegnishólar er á listanum. Í tilefni þess finnst mér vera viðeigandi að taka saman árangur búsins í ár.
Í ár sýndum við 17 hross úr okkar ræktun í kynbótadóm, sem sagt 8 hrossum færra en í fyrra. Meðalaldur hrossanna er 5,3 sem er heldur lægra en í fyrra en þá var meðalaldurinn 5,76 ár . Aðaleinkunn allra sýndra hross í ár var 8,02 sem er dálítið lægra en í fyrra en þá var aðaeinkunnin 8,12. Það skýrist væntanlega á því að við sýndum töluvert fleiri klárhross í ár, þ.e.a.s. 9 af sautján, en í fyrra voru klárhrossin 7 af 25. Í ár voru einnig sýnd 5 fjögurra vetra hross en í fyrra voru þau aðeins tvö. Meðaleinkunn þessara fimm fjögurra vetra hrossa var 7, 98 sem má teljast gott
Birti hér myndir af hrossunum sem sýnd voru frá búinu í ár, raðað eftir aðaleinkunnum.
Hrossin sem sýnd voru á árinu eru: