Í gær var tekinn fyrstu skóflustungan, en nú erum við að hefja byggingu á 26 hesta stóhestahúsi og tengibyggingu yfir í reiðhöllina. Verður þetta mikil og nauðsynleg breyting fyrir okkur og mikil framför að þurfa ekki að fara út með hrossin til að komast yfir í reiðhöllina, heldur getur maður teymt hrossin innandyra. Stóðhestahúsið sem við höfum notað hingað til er í gömlu fjósbyggingunni á staðnum og hefur alltaf verið hugsuð sem bráðabirgða redding. Verktakar eru J.Á. verk á Selfossi og sjá þeir svo um allar framkvæmdir frá upphafi til enda. Við erum hrikalega ánægð og spennt og gaman verður að fylgjast með framvindun mála.