Var að fá senda þessa fallegu mynd af Flaumi frá Ketisstöðum, en hann er sonur heiðursverðlaunahryssunnar Framkvæmdar og Tjörva frá Ketilsstöðum. Flaumur var þjálfaður hér og sýndur í kynbótadómi 6 vetra gamall og hlaut hann 8, 02 í aðaleinkunn og þ.a 8,5 fyrir skeið. Svo var hann seldur til Noregs, ungum og efnilegum knapa, Caroline Gleditsch Holstad. Nú er að nálgast ári síðan hann fór út og er hann búinn að vera í góðu yfirlæti og miklu uppáhaldi siðan. Hann er allur að styrkjast þroskast og þegar ég sá þessa mynd bað ég um að fá hana svo ég gæti birt hana hér á heimasíðunni.