Jæja,Þá janúar hálfnaður og hér er allt gott að frétta. Byggingar ganga vel og alltaf verið að steypa eitthvað. Ansi vinalegt að hafa einn stóran byggingakrana svona alltaf á staðnum, svona til að minna á að eitthvað mikið er að gerast.
Annars ganga útreiðar vel, mikið er gott að hafa reiðhöll núna, þegar allir vegir eru ísilagðir. Ungu hrossin eru komin inn aftur og komin vel af stað eftir fríið og eldri hrossin í góðum gír, enda eins gott, meistaradeildin alveg að fara að byrja.
Síðasti stóðhestur frá okkur til að fara úr landi var hann Gramur okkar frá Syðri Gegnishólum en kaupandi hans er Carolin Winter og svo fóru þær Bóla og Grábrók líka til Þýskalands, en kaupandi þeirra var Töltmyllan í Lindlar.