Þá er fyrstu keppni lokið í meistaradeildinni og þarf svo sem ekki að skrifa miklar fréttir um það, það hefur verið í frétttum undanfarna daga. Allavega, við byrjuðum betur en í fyrra. Ég og Fálmar frá Ketilsstöðum í öðru sæti, Daníel og Hraunar frá Svalbarðseyri með 7,0 í dauða sætinu, 11. námkvæmlega eins og Anna og Vakar í fyrra og svo Bergur og Katla frá Ketilsstöðum í því 18. Katla er ung aðeins á sjötta vetur, var flott og kynnti sig vel, vantaði smá styrk og öryggi til að klára þetta í bili. Það er auðvitað miklill andlegur likamlegur styrkur sem þarf til að klára keppni af þessu tagi. Áhorfendur voru svo sannarlega í stuði, stemmningin svakaleg, svo það var ótrulega gaman að taka þátt í þessu. Svo síðast en ekki síst, mikið af reiðmönnum að dæma sem í mínum skilningi er afar traustvekjandi. Hafið þökk fyrir.