Eftir að meistaradeildin kláraðist hér var tími á að endurgjalda hestlánið. En Elvar á Skörðugili setti undir okkur hesta í skeiðinu svo Simbi fór norður til á taka þátt í slaktaumatöltinu þar. Það fór bara mjög vel, reyndar í gegnum B-úrslit en svo lá leiðin beint í 1. sætið. Elvar og Simbi fóru á kostum í A-úrslitunum. Við fórum norður til að sjá hesta og reiðmenn fyrir norðan og taka Simba með okkur heim í leiðinni. Simbi er í hörkuformi og virtist fara létt með að fara heim sama kvöldið. Næsta dag var sól og blíða og Simbi fékk að fara út í sólbaði, með herbergisfélaga sinum Matthíasi. Þeir brugðu á leik og fögnuðu heimkomunni og endurfundinum.
Læt þessa lýsingu á Simba fylgja en hún er búin að vera í flestum miðlum undanfarna daga." Simbi er frábær töltari, fór jafnt í gegnum öll atriðin, mjúkur, hágengur, sjálfberandi og glæsilegur á slaka taumnum." En fyrir minn smekk er þetta hárnákvæm lýsing á hestinum. Simbi er sonur heiðursverðlaunahryssunnar Ljónslappar frá Ketilsstöðum og Kjarks frá Egilsstaðabæ og er í eigu dóttir Bergs, Berglindar Rósar.