Þá er Landsmótið búið og enginn fréttaflutningur héðan í langan tíma, ástæðan er einföld, það var ekki tími til þess. Það er svo sem hellingur að frétta þannig að ég ætla reyna að fara í gegnum það skemmtilegasta í rólegheitunum.
Í gær fæddist þetta fallega folald, það er undan Álffinni og Myllu frá Selfossi, hún er er brúnskjótt en verður grá, formóðir hennar hét Spurning frá Kleifum og með þessa blesu held ég að það sé engin spurning hvað hún kemur til með að heita.
Myllu og Álfinnsdóttir Myndir: Gangmyllan