Í gær vorum við með opið hús á Syðri Gegnishólum og tókst það mjög vel. Fengum við gesti frá Hollandi, Þýskalandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Swiss, Bandaríkjunum og auðvitað héðan frá Íslandi. Við buðum upp á léttar veitingar, kaffi og gos. Í litlu hólfi heima vorum við með Grýlu, Álfadísi og ónefnda Sæsdóttir og Heilladísi til sýnis. Hesthúsið var fullt af hrossum, 1.verðlauna graðhestum, hryssum og geldingum sem flest eru til sölu. Þetta tókst mjög vel og hátt í þrjúhundruð gestir heimsóttu okkur og þökkum við þeim fyrir komuna.