Enn og aftur gerist það að langt er á milli frétta hér á búinu hjá okkur. Það er vegna þess að ég er búin að leggjast í ferðalög, er sem sagt mikið að kenna erlendis eins og svo margir aðrir reiðkennarar.
Fagráð var að birta listann yfir hrossaræktarbú sem hafa staðið sig best á árinu og er gaman að sjá að okkar bú Ketilsstaðir/ Syðri Gegnishólar er á listanum. Í tilefi þess finnst mér vera viðeigandi að taka saman árangur búsins í ár. Í ár sýndum við 25 hross úr okkar ræktun í kynbótadóm. Meðalaldur hrossanna er 5,76 ár og meðaleinkunn er 8,12. 10 þessara hrossa náðu lágmörkum í sínum flokkum inn á Landsmótinu og fimm þeirra komust í verðlaunasæti þ.e í hópi tíu bestu hrossa í sínum flokk. Því miður voru bara sýnd tvö 4 vetra hross frá búinu í ár en það er auðvitað færra en við höfðum viljað. Skemmtilegasti árangurinn hjá okkur í ár var líklega hjá Flugni sem fékk 10 fyrir skeið og Álfhildi sem fékk m.a 9,5 fyrir fegurð í reið aðeins fjögurra vetra gömul. Til gamans má geta að í þessum hópi eru tvö pör af alsystkinum, þau Brimnir og Bylgja og Álffinnur og Álfhildur. Grýla er hryssan sem á flest sýnd afkvæmi í ár. Undan henni eru þau Aðaldís og Strokkur og svo kom til sýningar Skjóða sem fór 5 vetra til Noregs fylfulla við Kraflari. Síðan var hún sett í þjálfun og var sýnd í vor með þessum árangri.
Birti hér myndir af hrossunum sem sýnd voru frá búinu í ár, raðað etir aðaleinkunnum.
Hrossin sem sýnd voru á árinu eru:
Ljóni rauðskjóttur 8v.8,47
Bylgja bleikálótt 6 v. 8,42
Flugnir svartur 7v. 8,38
Strokkur rauðskjóttur 5 v, 8,36
Brimnir bleikálóttur 7 v. 8,34
Adaldís brúnskjótt 6 v. 8,32
Álffinnur brúnskjóttur 5 v. 8,25
Gersemi grá 5 v. 8,21
Skjóða rauðstjórnótt 9 v. 8,21
Mugga rauð 5 v. 8,18
Alöf rauðhöttótt 5 v. 8,15
Álfhildur brún 4 v.8,14
Fálmar svartur 5 v. 8,14
Hvellhetta dökkjörp 5 v. 8,11
Grábrá grá 8 v. 8,07
Drift jarpblesótt 6 v. 8,06
Frami brúnn 5 v. 8,03
Flaumur grár 6 v. 8,02
Gramur grár 6 v. 8,01
Stemmning brún 6 v. 7,98
Sprengja svört 6 v. 7,91
Jörmuni grár 4 v. 7,89
Ösp jörp 5 v. 7,82
Synd brún 5 v. 7,79
Oddný rauðglófext 5 v. 7,74