Í dag var að klárast síðsumarssýning á Gaddstaðaflötum við Hellu og höfum við sýnt fimm hross úr okkar ræktun þar. Ein endursýnd, Álöf 5 vetra og svo fjögur í fyrsta dóm, þau Fálmar, Sprengja, Synd og Oddný, sem eru öll efnileg klárhross, þau eiga enn mikið inni, en nældu sér flest í góðar tölur hér og þar. Álöf er fylfull við Stála frá Kjarri og höfum við þjálfað hana létt í sumar með það í huga að endursýna hana nú í haust og hækka hana. Það gekk nú ekki upp hjá okkur og endaði hún með 8,11, en hennar hæsti dómur í ár er 8,15. Álöf er dóttir Hefðar frá Ketilsstöðum sem er undan Vakningu frá sama bæ og Skrúði frá Framnesi. Faðir hennar er Álfur frá Selfossi sem er undan Álfadísi frá Selfossi og Orra frá Þúfu. Eigandi Álafar er Guðbrandur Stigur Ágústsson.
Fálmar frá Ketilsstöðum er 5 vetra gamall, móðir hans er Þerna sem er dóttir Stigs frá Kjartansstöðum og Sylgju frá Ketilsstöðum. Faðir hans er Sveinn Hervar frá Þúfu sem er sonur Orra og Rákar frá Þúfu. Alsystir Fálmars er Spes, en hún er í ræktun hjá okkur, með 8,20 í aðaleinkunn, þ.a 8,41 fyrir hæfileika, 9,0 fyrir tölt, brokk, hægt tölt fergurð og vilji og 9,5 fyrir hægt stökk og stökk. Önnur systkini hans sammæðra með fyrstu verðlaun eru Þjónn, Krafla og Kraflar.Dómurinn hans Fálmars er svona: Sköpulag: 8.0 8,5 8,0 8,5 8,5 9,5 7,5 samtals 8,32 Hæfileikar: 8,5 9,0 5,0 8,5 9,0 8,5 8,0 Hægt tölt 8,5 Hægt stökk 8,5 samtals 8,02 Aðaleinkunn 8,14.
Sprengja er 6 vetra undan Ljónslöpp frá Ketilsstöðum sem er undan Snekkju frá sama bæ og Oddi frá Selfossi. Faðir hennar er Gígjar frá Auðsholtshjáleigu sem er undan Hrafntinnu frá Reykjavík og Orra frá Þúfu. Ljónslöpp móðir Sprengju er með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og eru önnur systkini sammæðra með fyrstu verðlaun Tjörvi, Ljóni og Hlébarði. Dómur Sprengju er svona: Sköpulag: 8,0 8.0 8,5 7,5 8.0 7.0 8,0 8.0 samtals 7.87 Hæfileikar: 8,5 8.5 5.0 8,0 8,5 9,0 8.0 Hægt tölt: 9,0 Hægt stökk: 7,5 samtals 7.93 Aðaleinkunn: 7.91
Synd er 5 vetra, dóttir Framtiðar frá Ketilsstöðum, sem er undan Kolfreyju frá sama bæ og Sveini Hervari frá Þúfu. Faðir hennar er Leiknir frá Vakursstöðum sem er undan Safir frá Viðvík og Lyftingu frá Ysta Mó. Synd er elsta afkvæmi Framtíðar sem er klárhryssa sem hlaut 8,37 í aðaleinkunn 5 vetra gömul. Dómur Syndar er svona: Sköpulag: 7,5 8,0 8,0 7,5 8,5 8,0 7,5 8,0 samtals 7,87 Hæfileika: 8,0 8,0 5,0 9,0 8,5 8,5 8,0 Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 9,0 samtals: 7,73 Aðaleinkunn: 7,79
Siðasta hrossið er Oddný, sem er 5 vetra gömul, móðir hennar er Oddrún frá Ketilsstöðum sem er undan Gígju frá sama bæ og Oddi frá Selfossi. Faðir hennar er Draumur frá Lönguhlið sem er undan Sædísi frá Stóra Sandfelli 2 og Aroni frá Strandarhöfði. Systkini Oddnýar sammæðra henni með fyrstu verðlaun eru Önn og Snerra. Dómurinn hennar Oddnýar er svona: Sköpulag: 7,5 8,0 8,0 8,0 8,0 7,5 9,0 7,5 Samtals: 8,06 Hæfileikar: 8,5 7,5 5,0 7,5 8,0 8,0 8,0 Hægt tölt: 7,5 Hægt stökk: 7,0 Samtals 7,53 Aðaleinkunn: 7,74
Oddný 5 vetra Myndir: Gangmyllan