Katla frá Ketilsstöðum er á fjórða vetur og er undan Ljónslöpp frá sama bæ og Gaum frá Auðsholtsshjáleigu. Ljónslöpp er með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og er dóttir Snekkju og Odds frá Selfossi. Gaumur hlaut 8,18 í aðaleinkunn fjögurra vetra gamall, þ.a 9,0 fyrir tölt, vilji og fegurð í reið. Gaumur hlaut sinn hæsta dóm átta vetra gamall, 8,69. þ.a 9,5 fyrir vilja og tölt og 9,0 fyrir brokk og fegurð í reið.
Katla frá Ketilsstöðum, knapi Bergur Jonsson, mynd: Gangmyllan