Sylgja frá Ketilsstöðum er á fjórða vetur og er elsta afkvæmi Spesar frá sama bæ, faðir hennar er Natan frá Ketilsstöðum. Móðir Spesar er Þerna og faðir hennar er Sveinn Hervar frá Þúfu. Spes hlaut fyrstu verðlaun fimm vetra gömul og sex vetra gömul fékk hún 8, 20 í aðaleinkunn þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og fegurð og 9,5 fyrir hægt stökk og stökk. Sveinn-Hervar frá Þúfu fékk 7,97 fimm vetra gamall og níu vetra gamall fékk hann sinn hæðsta dóm 8, 25 í aðaleinkunn, þ.a. 9,0 fyrir flest öll atriði í hæfileikum. Natan fékk sinn hæðsta dóm fimm vetra gamall 8,40, þ.a 9,0 fyrir tölt og fegurð í reið. Faðir Natans er Kolfinnur frá Kjarnholtum og móðir hans er Vænting frá Ketilsstöðum. Kolfinnur er með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og Vænting hlaut 8,12 í aðaleinkunn sjö vetra gömul og er dóttir heiðursverðlaunahryssunnar Hugmyndar frá sama bæ.
Sylgja frá Ketilsstöðum, knapi Elin Holst, mynd: Gangmyllan