Síðasta keppni sumarsins fyrir okkur, kom í beinu framhaldi af síðssumssýningunni, en þarsíðsta föstudag var síðasti dagur síðssumarssýningarinnar og jafnframt fyrsti dagur suðurlandsmóts. Ég byrjaði á því að fara með Fálmar í tölt og miðað við að þetta hafi verið hans fyrsta töltkeppni var ég bara mjög ánægð með 7,23 í aðaleinkunn og sæti í B-úrslitum í meistaraflokki. Fór svo með Álffinn í fimmgang þó svo að hann hafi verið langt frá sínu besta og uppskar einkunnina 6,53 sem var þokkalegt miðað við aðstæður, en hann er langt frá því að vera í sportgírnum eftir kynbótasýningar sumarsins. En nú erum við að minnsta kosti komin með punkta til að taka þátt í meistaraflokki þegar lágmarkseinkunn þarf til. Einnig tók ég þátt í fjórgangi í opnum flokki á Sylgju frá Ketilsstöðum, en hún er bara 6 vetra gömul og var að taka þátt í sinni fyrstu keppni, forkeppni 6,97, úrslit 7,33 og 1.sætið, flott byrjun það. Síðan reið ég á Fálmari í fjórgangi meistaraflokki, forkeppni 7,47, úrslit 7,57 og 1.sætið, til gamans má geta að Fálmar og Spes móðir Sylgju eru alsystkini undan Þernu frá Ketilsstöðum og Sveini Hervari frá Þúfu. Elin ákvað að riða Frama bara í T2 að þessu sinni eftir frábært gengi á Íslandsmóti, þar sem hún og Frami enduðu í 3.sæti í fjórgangi. Enda Frami ungur, aðeins 7 vetra gamall og þegar búinn að keppa mikið á þessu ári. Mjúkur endir á keppnisárinu hjá Elinu og Frama, enda slakataumatöltið mjög svo hestvæn keppni, þau stóðu sig með prýði, forkeppni 7,30 úrslit 7,92 og 1.sætið. Okkur finnst að takmarkið okkar fyrir þetta ár hafi tekist, en það er að gera okkar ræktun meira sýnilega á keppnisvellinum.