Var að fá senda mynd frá Swiss, en það eru systurnar Seline og Alina Bleichenbacher sem sendu okkur hana en hún er af hestunum þeirra Nagg og Skugga. Þeir eru úr okkar ræktun, móðir þeirra er Mugga frá Kleifum en faðir Naggs þess rauðtvístjörnótta er Stigandi frá Sauðárkróki og Skuggi er undan Fleng frá Böðmóðsstöðum. Þær eru báðar hæðstánægðar með hestana sína, ríða námskeið og eru farnar að taka þátt í keppni með góðum árangri. Það er gott og gaman að frétta af hestum sem maður hefur ræktað og selt.