Tíbrá frá Ketilsstöðum er fjögurra vetra hryssa undan Brá og Natan frá Ketilsstöðum. Brá er með fyrstu verðlaun og móðir hennar er Sena sem einnig er fyrstu verðlauna hryssa, faðir er Orri frá Þúfu sem vart þarf að kynna. Faðir Tíbráar er Natan, hann er undan Væntingu frá Ketilsstöðum sem er með fyrstu verðlaun og heiðursverðlaunahestinum Kolfinni frá Kjarnholtum. Hross undan Brá yfir 8,0 í aðaleinkunn eru Kristall og Grábrá.
Tíbrá slasaðist lítillega á fæti í vetur en nóg til þess að dragast aftur úr í tamnigu og er það ástæðan fyrir því hversu seint hún er sýnd á árinu. Tibrá er mjög efnileg klárhryssa, stór og léttbyggð, hún er harðviljug og yfirveguð enda þurfti hún á því að halda því hún var sýnd í brjáluðu roki og rigningu og þarf meira en meðal vilja og geðslag til að standa það af sér með prýði. Eftir að hennar holl var búið í braut var boðið upp á að bíða með frekari reiðdóma til næsta dags.
Dómur Tíbráar hljóðar þannig: Sköpulag 7,0 8,5 8,0 8,0 8,0 8,0 8,0 8,0 Samtals 8,05
Hæfileikar 8,5 8,0 5,0 8,5 8,5 8,5 8,5 Hægt tölt 8,5 Hægt stökk 8,0 samals 7,85 Aðaleinkunn 7,93
Tíbrá frá Ketilsstöðum, knapi var Olil Amble Myndir: Gangmyllan