Eina endursýnda hrossið úr okkar ræktun á síðssumarssyningunni var Ísbrá frá Ketilsstöðum. Hún var sýnd á miðssumarssýningunni líka og tókst það ekki sem skyldi og þess vegna var ráðist í að sýna hana aftur. Á fyrri sýningunni fékk hún 8,5 fyrir tölt og vilja en nú hækkaði hún upp í 9,0 fyrir tölt og lækkaði svo niður í 8,0 fyrir vilja, æðislegt. Það rímar vel í mínum eyrum. En skítt með það, hryssan er harðviljug og dómurinn stórskrýtin.
Er nýbúin að skrifa um Ísbra en svona rétt til upprifjunnar er hún fimm vetra klárhryssa undan Brá frá Ketilsstöðum og Álfasteini frá Selfossi. Brá er undan Senu frá sama bæ og Orra frá þúfu og eru systkini hennar sammæðra, með fyrstu verðlaun. Það eru þau Grábrá og Kristall, bæði klárhross og svo er hún Tíbrá sem ég er nýbúin að skrifa um líka sammæðra þeim. Álfasteinn er undan Álfadísi frá Selfossi og Keili frá Miðsitju. Öll eru þau með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
Dómurinn hennar er svohljóðandi: Sköpulag: 7,5 8,0 8,0 7,5 8,0 7,5 8,0 6,5 Samtals 7,78
Hæfileikar: 9,0 8,0 5,0 7,5 8,0 8,0 8,5 Hægt tölt 8,5 Hægt stökk 8,0 Samtals 7,75 Aðaleinkunn 7,76
Ísbrá frá Ketilsstöðum, Knapi var Olil Amble Mynd: Gangmyllan