Venjulegur vinnudagur hjá okkur við þjálfun hesta og knapa.
{gallery}Vinnudagur2Mai2017{/gallery}
Gæðingafimi Hrimnis og Hólaskóla fór fram í dag. Freyja Amble Gísladóttir á Álfastjörnu frá Syðri Gegnishólum var í fyrsta sæti með glæsilega einkunn uppá 8,55. Brynja Amble Gísladóttir reið Goða frá Ketilsstöðum í 6. sæti.
Nokkrar sekúndur frá sýningu Freyju og Álfastjörnu
{gallery}HrimnisFimi2017{/gallery}
Brynja var kynnt til leiks í Gæðingafimi Hrímnis sem fram fer 29. apríl 2017 í Samskipahöllinni.
Brynja á að baki flottan keppnisferil þrátt fyrir ungan aldur og ber þá að nefna glæsilegan árangur hennar með hryssuna Sprengju frá Ketilsstöðum. Brynja er fyrirmyndar knapi og erum við spennt að sjá hvað hún hefur fram að færa í gæðingafiminni þann 29. apríl i Samskipahölinni!
Undirbúningurinn var tekinn alvarlega eins og myndirnar sýna.
{gallery}Brynja Keppir i Fimi 2017{/gallery}
Í fyrra seldum við frábæran stóðhest, Álffinn frá Syðri Gegnishólum til Alfakungen AB og er hann nú staðsettur hjá Ylva Hagander í Fors gard í Svíþjóð. Álffinnur er annar í röð fjögurra alsystkina sem öll eru frábærir gæðingar undan Álfadís frá Selfossi og Orra frá Þúfu sem bæði hafa hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
Álfur frá Selfossi er þeirra elstur með 8,46 í aðaleinkunn sem hann hlaut sex vetra en hann var yngstur til að hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og Sleipnisbikarinn á Landsmóti einungis tíu vetra gamall.
Næstur í röðinni er Álffinnur með 8,37 í aðaleinkunn sem hann hlaut sjö vetra gamall og sló met bróður síns með því að hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi einungis átta vetra gamall.
Næst kemur Álfhildur með aðaleinkunn upp á 8,52 sem hún hlaut sex vetra gömul, þar á meðal 10,0 fyrir tölt og vilja og geðslag. Álfhildur vann sex vetra flokk hryssna á Landsmóti 2017.
Yngstur systkinanna er Álfgrímur, hann hlaut í aðaleinkunn 8,46 á Landsmóti 2016 einungis fimm vetra gamall fjórgangshestur.
Ég vek athygli á að Álffinnur verður til afnota í Stenholmen í Svíþjóð í ár og skrifa þetta þar sem ég er ekki viss um að allir átti sig á bakgrunni hans og kynbótagildi. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu hans http://alffinnur.forsgard.se/
{gallery}SiblingsNews2017{/gallery}
Frami og Katla njóta sín í góða veðrinu.
{gallery}FramiKatla20apr2017{/gallery}
Ég fékk sendar myndir frá loka kvöldi MD 2017 sem var sl. föstudag. Bergur og Elin voru valin fagmannlegustu knapar mótsins. Teymið okkar, Gangmyllan, varð í þriðja sæti í liðakeppninni og var valið skemmtilegasta liðið í MD 2017.
Vinnings knapi deildarinnar varð Bergur, Elin í 5. sæti og Freyja í því 14. en hún tók þátt í fyrsta sinn í ár og reið fjórar keppnir af átta.
{gallery}MD2017finalnight{/gallery}
Þriðju og síðustu Vetrarleikar Sleipnis voru haldnir í gær. Í opnum flokki vann Freyja Amble Gíslasdottir á Glampa frá Ketilsstöðum. Í öðru sæti var Brynja Amble Gísladóttir á Goða frá Ketilsstöðum, í sjötta sæti var Elin Holst á Herdísi frá Lönguhlið og í því sjöunda var Esther Kapinga á Fróða frá Ketilsstöðum. Í áhugamannaflokki varð Berglind fjórða á Simba frá Ketilsstöðum. Vinningshafi samanlagt frá Vetrarleikum 2017 í opnum flokki varð Brynja með tvisvar sinnum fyrsta sæti og einu sinni annað sætið. Freyja var í öðru sæti með einu sinni 3. sætið og einu sinni 1. sæti.
{gallery}WinterTolt32017{/gallery}
:)Bergur Jónsson vann Meistaradeildinna 2017.:):) Þvílikt kvöld, hrikaleg spenna fram að síðustu metrunum)
{gallery}Urslit meistaradeild 2017{/gallery}
Nú er stundin komin, undirbúningur fyrir Meistaradeildina í kvöld, tölt og skeið.
{gallery}MD2017ToltPacePreparation{/gallery}
Við fengum heimsókn í dag frá Dille Landbruksskole í Svíþjóð og Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
{gallery}VisitApr5th2017{/gallery}
Komin af stað eldsnemma í þjálfunartúr fyrir síðustu MD 2017 keppnina, fáir dagar frá síðustu keppni enda ráslistarnir enn í bílnum.
4. apríl og enn snjóar.
{gallery}LastMDTraining2017apr4th{/gallery}
Mynd af hjörðinni frá í vetur.
{gallery}Herd3apr2017{/gallery}
Hér eru tvær myndir frá MD frá í gær. Bergur á Flugni frá Ketilsstöðum í 9. sæti sem hann deildi með öðrum í gæðingaskeiði PP1 og Ævar Örn Guðjónsson á Vöku frá Sjávarborg sem lenti í 7. sæti í 150 metra skeiði.
{gallery}MD2017paceApr2{/gallery}
Hér þarf engin orð.
{gallery}BrynjaGodimars2017{/gallery}
Hér eru nokrar myndir sem voru teknar baksviðs á siðasta Borba námskeiði sem eins og vanalega var frábært.
{gallery}BorbaClinic28March2017{/gallery}
"Sjálfa" tekin kvöldið sem fimmgangurinn var í MD 2017, þar sem enginn annar tekur mynd þegar útkoman er eins og í kvöld. Ekki besta kvöldið okkar í Gangmyllu teyminu en gleði og gaman samt.
{gallery}MD2017Fivegaite{/gallery}
Frábær tími framundan, vorið á næsta leiti, þessi mynd er frá í fyrra vor af Huldumær frá Syðri Gegnishólum sem var 4ra vetra þá. Móðir er Álfadís frá Selfossi og faðir Sær frá Bakkakoti. Von er á hennar fyrsta folaldi í ár undan Frama frá Ketilsstöðum.
{gallery}Huldumaer12spring2016{/gallery}
Þessir bíkarar voru af rakstur helgarinnar en það voru tvö syskini undan Álfadísi frá Selfossi sem fengu þessi verðlaun.
Álfarinn frá Syðri Gegnishólum undan Keili frá Miðsitju 7 vetra gamall var hæst dæmda kynbótahrossið í ár á uppskeruhátíð hrossaræktarfélaganna í Flóahreppi með aðaleinkunn 8,65 þ.a 9,5 fyrir vilja og 9,0 fyrir tölt, brokk, skeið og fet , hann var einnig efsti stóðhesturinn.
Álfastjarna undan Dug frá Þúfu 6 vetra gömul var efsta hryssan með 8,43 í aðaleinkunn, klárhryssa með 8,53 fyrir hæfileka þ.a 9,5 fyrir hægt tölt, tölt og vilja.
{gallery}BreedingAwardsFloahreppur2016{/gallery}
Brynja og Goði frá Ketilsstöðum sigruðu opna flokkinn á öðru vetrarmóti Sleipnis í dag :)
Goði sem er sjö vetra í vor er undan Væntingu frá Ketilsstöðum og Álffinni frá Syðri Gegnishólum.)
{gallery}BrynjaGodi12march2017{/gallery}
Frá Meistaradeildinni sl. fimmtudag, myndir teknar af Óðni Erni Jóhannssyni. Allir okkar keppendur í topp 10.
Frami og Elin í þriðja sæti, Bergur og Katla í sjötta sætir og Freyja og Goði í níunda sæti.)
Öll voru þau í topp 5 eftir úrslit, Elin í 1. sæti, Bergur í 2. sæti og Freyja í 5. sæti. Gangmyllan á toppnum í liðakeppninni eins og er, ekki slæmt það! Þrjár greinar búnar og fimm eftir.
{gallery}MD2017ToltLooseRain{/gallery}