Hluti þess jarðvegs sem mokað var upp reyndist vera móhella og varð að rippa henni upp með stórtækum vélum. Að sögn Braga á Efri og hans manna er hér um að ræða nokkur þúsund rúmmetra af efni sem ákjósanlegt er að nota í reiðvegi. Er þetta okkur mikil hvatning fyrir því að huga að reiðvegagerð hér að jörðinni með vorinu .
Reiðhöllin verður frá Límtré á Flúðum með einangruðum yleiningum.
Búið að semja við BM Vallá um kaup á húsi með límtrés burðarvirki og vegg- og loft einingar frá Yleiningum. Þá hefur verið samið við Smíðanda á Selfossi um gerð sökkuls og reisingu hússins. Sannkallað sunnlenskt samstarf þar sem límtréð kemur frá Flúðum, Yleiningarnar frá Reykholti og Smíðandi frá Selfossi. Einnig það að öll fyrirtækin auk Gangmyllunnar eru í Árnessýslu. Reiðhöllin mun standa austan við hesthúsið á móts við núverandi rúllustæði. Nú er hönnunarferlið og leyfisumsóknir í vinnslu og jarðvinnuþættir í skoðun.