Brimnir er sonur Vakningar frá Ketilsstöðum og Álfasteins frá Selfossi, og er síðasti 6 vetra hesturinn sem ég á eftir að kynna sem við sýndum á Landsmótinu. Moðir Brimnis, Vakning og er hún undan Snekkju frá Ketilsstöðum sem einnig er móðir Ljónslappar og eru þær systur báðar með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, en faðir Vakningar er Hrafn frá Holtsmúla. Faðir Brimnis Álfasteinn, tel ég ekki þörf á að kynna í bili. Brimnir fór fyrst í kýnbótadóm fjögurra vetra gamall og hlaut hann 8,28 fyrir sköpulag, 8,37 fyrir hæfileika og 8,33 í aðaleinkunn, ansi flóttur dómur á fjögurra vetra fola, enda með þeim hæðst dæmdu það árið. Svo var hann syndur aftur fimm vetra og þá gékk það ljómandi vel líka, biggingardómurinn stóð í stað og hæfileikarnir hækkuðu í 8,56 og aðaleinunn varð 8,45. Hann var hæðsti fimm vetra hesturinn í fyrra, bara flott þó við vitum auðvitað að margir hestar komu alls ekki í dóm í fyrra vegna pestarinnar. Svo fórum við með hann í dóm í vor í Hafnarfirði og þar stóð hann í stað að öðru leyti en því að hann lækkaði um hálfan fyrir fet og aðaleinkunn fó því úr 8,45 í 8,43. Svo kom Landsmótið og við sýndum hann þar og þá varð hann svo miklu sýðri, eða það sögðu kynbótadómararnir og hann lækkaði um hálfan fyrir stökk, skeið, vilja og það með hæfileikana úr 8,53 í 8,33 og aðaleinkunn úr 8,43 í 8,31 og Brimnir bara orðin síðri enn hann var fjögurra vetra gamall. Það er ekki hægt að segja að hann hafi verið veikur, búinn að vera stálsleginn all sitt líf og alltaf að bæta sig, enda stóð hann sig frábærlega í dómi og á ræktunnarbú syningunni. Skeiðaði eins og brennt svín hægri, vinstri, við hliðina á öðrum hestum, úr sogátt, með einni hendi á taum, í gafall og ég veit ekki hvað. Það klikkaði ekki einn sprettur, hvort sem það var í dóm eða syningu, enda er hann flugvakur og á mjög auðveld með það. Brimnir er gæðingur og albestu gantegundirnar hans eru tölt og skeið, sem eru afburðar gangtegundir. Brimnir verður þjálfaður næsta vetur með 7 vetra flokk á Landsmóti í huga, einnig er stefnan að stilla honum upp í keppni, hvað markmiðið verður, kemur í ljós en það verður a.m.k tölt óg skeið greinar. |
Í dómi | Í dóm á LM |
Í ræktunnarbússyningu | |
Allt á fullu, gafall á skeiði | |
Greipur frá Lönguhlíð er í eigu Gunnhildar Garðarsdóttur og Hallfreðar Elíssonar og eru þau jafnframt ræktendur hans. Fyrir þá sem ekki vita er Langahlíð austur á Fljótsdalshéraði og er nágrannajörð við Ketilsstaði. Fimm vetra gamall kom Greipur í þjálfun hingað til okkar, þá frumtaminn og hefur hann verið hjá okkur síðan. Bergur sýndi hann í kynbótadóm fimm vetra gamlan og hlaut hann 8,23 fyrir sköpulag, 8,20 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,21. Síðan var hann sýndur aftur í vor og hækkaði úr 8,23 í 8,28 fyrir byggingu og hæfileikarnir fóru úr 8,20 í 8,33. Aðaleikunnin fór því úr 8,21 í 8,33. Svo mættum við með hann á Landsmót og þar var hann jarðaður, eða er það ekki ágætis leið til að lýsa því þegar hestur lækkar um tæp 30 stig í aðaleinkunn. Auðvitað var hesturinn ekki eins góður og í forskoðun, það er alveg ljóst, en þessi agreiðsla var algerlega óþörf. Ég ælta að leyfa mér að henda því fram að hefði verið notaður sami dómsskali og notaður var við dómsstörf á ýmsum öðrum hrossum á mótinu, hefði Greipur líklega sloppið nokkuð vel. Greipur er undan Glódísi frá Stóra Sanfelli 2 og Keili frá Miðsitju, en Keilir er eins og flestir vita undan Kröflu frá Miðsitju og Ófeig frá Flugumýri. Bakvið Glódísi frá Stóra Sandfelli 2 eru Stjarni frá Bjóluhjáleigu og Glói frá Ketilsstöðum sem var eitt af þremur alsystkinum undan Ljönslöpp og Lýsingi frá Voðmúlasstöðum sem Ketilsstaðaæktunin byggist á. Hrafn frá Holtsmúla og Neisti frá Skollagróf eru líka bakvið hana og svo a.m.k 1 athyglisverð hryssa sem hét Elísa frá Stóra Sandfelli sem var dóttir Sörla frá Sauðarkróki en hún var með 8,08 í aðaleinkunn og 8,65 fyrir hæfileika, þ.a 9,0 fyrir tölt, skeið og vilja. Glódís móðir Greips hefur eignast 13 afkvæmi, 7 þeirra hafa hlotið kynbótadóm og er aðaleinkunn þeirra 8,01, þ.a hafa 4 þeirra hlotið 1.verðlaun. Hæst dæmda systkinið er Sædís, með 8,33 fyrir sköpulag, 8,47 fyrir hæfileika og 8,41 í aðaleinkunn. Þ.a 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk. vilja og hægt tölt og 9,5 fyrir fegurð í reið. Greipur er vel skapaður, rúmur, fallega hágengur og viljugur alhliðahestur.
Birti ég hér hæðsta dóm Greips sem hann hlaut í Hafnarfirði í vor: Sköpulag: 8 8 8,5 8,5 8 8,5 9 7 Samtals 8,28 |
Aðaleikunn: 8,33 Hægt tölt 8 Hægt stökk 8
Greipur á LM | I Hafnarfirði |
Flugnir var sýndur í 6 vetra flokki á Landsmótinu, kom inn á mót með 8,26 og hækkaði sig svo upp í 8,33 á mótinu. Flugnir er sonur Framkvæmdar frá Ketilsstöðum og Andvara frá Ey. Framkvæmd er undan Hugmynd frá Ketilsstöðum og Hrafni frá Holtsmúla. Bakvið Hugmynd er m.a Máni frá Ketilsstöðum og á bakvið Andvara er m.a Orri frá Þúfu og Dreyri frá Álfsnesi. Flugnir var fyrst sýndur þegar hann var fjögurravetra, og fékk hann 8,11 í aðaleinkunn, m.a 9,0 fyrir skeið. Í fyrra þegar hann var fimm vetra var hann ekki sýndur, við reyndum tvívegis að þjálfa hann upp eftir pestina en hann var einfaldlega ekki búinn að jafna sig. Flugnir er þriðja afkvæmið hennar Framkvæmdar sem hlýtur 9,5 fyrir skeið, en Djörfung Álfasteinsdóttir hlaut 9,5 fyrir skeið og vilja og 8,68 fyrir hæfileika aðeins fjögurra vetra gömul, Minning dóttir Gusts frá Hóli, fékk 9,5 fyrir skeið og 9,0 fyrir fet og vilja þegar hún var fimm vetra. Tvívegis keppti Bergur á Flugni í gæðingaskeiði í ár, fyrst í vor í meistaradeildinni og hlutu þeir þá 6,88 og 7.sætið, svo tóku þeir þátt á Íslandsmótinu og hlutu 7,00 í einkunn, en þá var hann reyndar alveg kraftlaus, líklega þreyttur eftir Landsmótið. Flugnir verður þjálfaður næsta vetur, með keppni og líklega kynbótadóm í huga, við teljum að hann geti orðið öflugur í keppni i fimmgangsgreinum og svo verður hann örugglega sýndur í kynbótadóm aftur, þó það sé ekki nema til að hækka brokkið, sem okkur finnst vera hart dæmt. Til gamans má nefna að systir hans, Minning sem er orðin 8 vetra og búin að eiga þrjú folöld verður höfð geld með keppni í huga. Þannig að á næsta ári ættum við að getað tekið aðeins meira þátt í fimmgangsgreinum ef vel gengur.
Hér er dómurinn sem Flugnir hlaut á landsmótinu, Sköpulag: 8,5 8 8,5 8 8,5 7,5 9 7 Samtals 8,23 Hæfileikar: 8,5 7 9,5 7,5 9 8 8,5 Samtals 8,40 Hægt tölt 8 Hægt stökk 7 Aðaleinkunn: 8,33 |
9,5 fyrir skeið |
Úr ræktunnarbúsyningunni |
7,0 fyrir brokk | Daníel Jónsson klikkar ekki |
8,5 fyrir tölt |
Þar sem ég er búin að fara yfir hvaða hryssur við sýndum á Landsmótinu ætla ég að fara yfir hvaða stóhesta við fórum með. En í 4 vetra flokki var það aðeins einn og það var Álffinnur frá Syðri Gegnishólum. Í 6 vetra flokki voru þeir 3, Flugnir og Brimnir frá Ketilsstöðum og Greipur frá Lönguhlið. Í 7 vetra flokki voru þeir tveir, þeir Gandálfur frá Selfossi og Ljóni frá Ketilsstöðum.
Fyrsti hesturinn sem ég ætla að skrifa um er Álffinnur en hann er sonur Álfadísar frá Selfossi og Orra frá Þúfu. Það er kannski engin þörf á að rekja ættir hans, hann er eins og flestir vita albróðir Álfs frá Selfossi. Þannig að kannski er bara skemmtilegra að bera þá bræður saman, þar sem það virðist vera voðalega vinsælt. 4 vetra gamall í fyrsta dóm hlýtur Álfur: 7,92 fyrir sköpulag og 8,16 fyrir hæfileika, samtals 8,06 4 vetra gamall í fyrsta dóm hlýtur Álffinnur: 7,98 fyrir sköpulag og 8,08 fyrir hæfileika, samtals 8,04. Aðeins lægri en Álfur en kannski eins svipað og hægt er að ætlast til. Síðan fara báðir á Landsmót 4 vetra gamlir og hækka sig báðir um 20 kommur í aðaleinkunn. Álfur fer greinilega aftur í byggingadóm og hækkar sig lítillega úr 7,92 í 7,98. Hlýtur síðan 8,44 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,26. Álffinnur fær ekki að fara aftur í byggingadóm og er því áfram með 7,98 fyrir sköpulag, fyrir hæfileika hlýtur hann 8,42 0g í aðaleinkunn 8,24. Það er nánast fyndið að sjá hvað þeir fylgjast að þessir bræður þótt annar sé meira alhliðahestur en hinn. Eitt skulum við átta okkur á að vægið hefur breyst síðan Álfur hlaut sinn dóm og reiknaði ég Álf í gamni upp á nýtt eftir nýja væginu til að sjá hverning þeir stæðu þá, séu dómarnir þeirra reiknaðir með sama væginu, vægið sem verið er að nota í dag. Þá lækkar Álfur úr 8,16 í 8,06 fyrir hæfileika í fyrsta dóm og aðaleinkunn lækkar úr8,06 í 8,00. Svo breytist landsmótsdómurinn hans þannig að hæfileikarnir lækka úr 8,44 í 8,31 og aðaleinkunn úr 8,26 í 8,18. Þeir Álfur og Álffinnur eru í senn líkir og ólíkir, en ég spái því að þeir verða líkari hvor öðrum með aldrinum en það mun tíminn leiða í ljós. 28.júní fæddist þriðji albróðirinn, rauðskjóttur að lit. Ég var búin að panta rauðskjótta hryssu, en hún lætur biða eftir sér. Til tamninga í vetur kemur fjórða alsyskinið sem til, hún Álfhildur en hún er nú orðin þriggja vetra. |
Álfur | Álffinnur |
Álfadís og Álfhildur | Fjórða alsystkinið fædd 28/6 |
Svo skemmtilega vill til að hér hafa fæðst þrjú brúnskjótt merfolöld enn sem komið er í ár og geta þau orðið fleiri þess vegna. Þótt það líti kannski út þannig að hér sé verið að reyna að rækta skjótt sé svo ekki. Ég hef aldrei notað hest út af lit, en litirnir sem maður er með hafa bara fylgt með. Engu að síður verð ég að viðurkenna að mér finnst brúnskjótt fallegt, hver man t.d ekki eftir henni Kríu frá Litla Landi og reyndar fannst mér alltaf hún Heilladís minna mig á hana. |
Grýla og dóttir undan Dug frá Þúfu | f. 07/07 |
Framtið og dóttir undan Álffinni frá Syðri Gegnish. | f. 13/7 |
Heilladís og dóttir undan Auði frá Lundum | f.18/7 |
Þá er Íslansmótinu á Selfossi lokið og þar gekk á ýmsu hjá okkur. Bergur keppti á Flugni á gæðingaskeiði og ég keppti á Kraflari í tölti og fjórgangi. Bergur hlaut 7,0 í aðaleinkunn sem er ágætis bæting síðan í vor og ágætis árangur þar sem Flugnir er aðeins 6 vetra gamall. Það var greinilegt að hann var þreyttur síðan á Landsmótinu, vantaði kraftinn í hann enda var hann látinn skeiða ófáa spretti á Landsmótinu. Við Kraflar fórum vel af stað, leiddum fjórganginn með 7,63 0g lentum í 7.sæti í tölti með 7,83. Ég dró mig siðan úr B-úrslitum í tölti og reið fjórgangsúrslitin. Það fór nú ekki betur en svo að hann hoppaði tvisvar upp á stökk á brokkinu, í fyrra skiptið var hann ekki almennilega lagstur en seinna skiptið var strik í brautinni, far eftir skóflu, einhver hafði mokað og skilið eftir sig far og það fannst honum hættulegt svo hann stökk yfir það. Hann gerði það reyndar á hægu tölti líka en það varð bara eitt hopp þar. Þetta kostaði okkur allavega gullið. Mjótt var á munum og í forkeppnini fékk Kraflar þrisvar 9,0 fyrir brokk en í úrslitunum hlaut hann hæðst 8,0 og niður í 6,5. Svona er keppnin og þetta fór til fjandans, ég gerði eins vel og ég gat en það dugði hreinlega ekki til, maður verður að hafa heppnina með sér líka. Set inn nokkrar gamlar myndir, þar sem linsan á myndavéllini er búin að gefa sig og þarf að fara í viðgerð. |
Myndir: Gangmyllan
Við vorum bara með eina hryssu í 4 vetra flokki á Landsmótinu í þetta sinn en það var hún Álöf frá Ketilsstöðum. Hún er undan Hefð frá Ketilsstöðum og Álfi frá Selfossi, en Hefð var tamin og sýnd á Landsmótinu á Vindheimamelum 2002 og hlaut 8,03 aðeins 4 vetra gömul. Hefð er undan Skrúð frá Framnesi og Vakningu frá Ketilsstöðum, sem er undan Hrafni frá Holtsmúla og Snekkju frá Ketilsstöðum, Vakning er með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Á bakvið Skrúð frá Framnesi er m.a Toppur frá Eyjólfsstöðum og og Hrafn frá Holtsmúla. Ættir Álfs frá Selfossi tel ég ekki þörf á að rekja í bili. Álöf er bráðefnileg alhliðahryssa viljug og snörp með vel aðskildar gangtegundir. Áöf er í eigu Guðbrandar Stígs Ágústssonar og verður í þjálfun næsta vetur og stefnan er að mæta með hana aftur á Landsmót að ári. Álöf hækkaði lítillega síðan á Hellu í vor og dómurinn hennar er svohljóðandi. Sköpulag: 8,0 8,0 ,8,5 8,0 8,0 7,0 8,5 7,0 Samtals 8,00 Hæfileikar: 8,0 7,5 8,0 7,5 8,5 8,0 7,5 Samtals 7,94 Hægt tölt 8,0 Hægt stökk 7,5 Aðaleinkunn 7,97 |
Myndir: Gangmyllan |
Védís frá Hellubæ er dóttir Vöku frá Hellubæ og Álfasteins frá Selfossi. Vaka var í fjórða sæti í fjögurra vetra flokki á Landsmótinu á Gaddstaðaflötum 2004. Hún var klárhryssa og fékk 8,48 í aðaleinkunn, sem ég held að sé hæfileikametið hjá fjögurra vetra klárhryssum. Á bak við Vöku er m.a Feykir frá Hafsteinsstöðum og Kulur frá Eyrarbakka. Védís frá Hellubæ var eina hryssan sem lækkaði hjá okkur en hún fór úr 8 06 í 7,99. Fyrir tamninguna á Vöku fékk ég að halda henni og þannig eignaðist ég Védísi. Védís er komin til stóðhests enda er dómurinn hennar glæsilegur og engin sérstök ástæða til að temja hana meira, sérstaklega ekki í ljósi þess viðhorfs sem virðist vera til klárhesta eins og er. Ég hef ekkert gaman af því að birta Landsmótsdóminn svo ég birti bara hæsta dóm. Bygging: 7,0 8,0 8,5 8,5 8,0 7,0 8,0 7,0 Samtals 7,94 Hæfileika: 9,0 8,5 5,0 9,0 9,0 9,0 7,0 Samtals 8,14 Hægt tölt: 9,0 Hægt stökk: 9,5 Aðaleinkunn: 8,06 |
Myndir: Gangmyllan
Aðaldís var einnig sýnd í 5 vetra flokki á Landsmótinu og hafnaði í sjötta sæti með 8,29 í aðaleinkunn. Aðaldís er dóttir Grýlu frá Stangarholti og Aðals frá Nýja-Bæ. Grýla er dóttir Spurningar frá Kleifum og Kolfinns frá Kjarnholtum. Aðall er undan Adam frá Meðalfelli og Furðu frá Nýja Bæ, en Furða á ættir sínar að rekja til m.a Anga frá Laugarvatni og Ófeigs fra Hvanneyri. Aðaldís er því meira en hálfsystir Álfadísar, því þær eru sammæðra og svo eru feður þeirra feðgar. Aðaldís er mjög efnileg alhliðahryssa og svipar um margt til systur sinnar, Aðaldís verður aftur þjálfun í vetur og stefnan er að mæta með hana aftur á Landsmót að ári. Sköpulag: 8,0 8,0 8,5 8,0 8,0 8,0 8,0 8,0 Samtals 8,04 Hæfileika: 8,5 8,5 8,0 8,5 9,0 8,5 8,0 Samtals 8,46 Hægt tölt 8,0 Hægt stökk 8,0 Aðaleinkunn 8,29 |
Myndir: Gangmyllan
Á Landsmótinu sýndum við þrjár 5 vetra hryssur, þær Lilju Dís frá Fosshofi, Védísi frá Hellubæ og Aðaldísi frá Syðri Gegnishólum. Við sýndum líka eina 4 vetra hryssu og það var hún Álöf frá Ketilsstöðum, í heildina má segja að það hafi gengið ágætlega því allar hækkuðu þær sig frá kynbótasýningunum í vor. Nema Védís en hún lækkaði, en ekki svo mikið miðað við skellinn sem margir þurftu að taka. Fyrsta hryssan sem ég ætla að fjalla um er Lilja Dís frá Fosshofi, en hún er dóttir Lilju frá Litla Kambi og Álfasteins frá Selfossi og er í eigu Ylvu Hagander, Hafliða Halldórssonar og Olil Amble. Lilja Dís hækkaði frá því í vor og var rétt utan við verðlaunasæti á LM. Hún hlaut fyrir byggingu 8, 01 og hæfileika 8, 39, aðaleinkunn 8,23. Margir muna örugglega eftir Lilju móðir hennar, en hún var í úrslitum í A-flokki á LM 2000 með Sigga Matt á bakinu, en það var hins vegar Vignir Jónasson sem þjálfaði og sýndi Lilju. Lilja var líklega hve flottust þegar hún og Keilir frá Miðsitju komu fram saman aðeins 5 vetra gömul. Lilja var undan Bylgju frá Sturlureykjum 2 sem var dóttir Hrafns frá Holtsmúla og Dags frá Kjarnholtum, sem var sonur Kolfinns frá Kjarnholtum. Ættir Álfasteins ætla ég ekki að rekja núna, en ég tel hann vera nægilega kynntan í bili. Lilja Dís verður í þjálfun næsta vetur og stefnt með hana á Landsmót aftur að ári.
Sköpulag: 7,0 8,5 7,5 8,0 8,0 8,5 8,0 7,0 Samtals 8,01 Hæfileikar:8,0 7,5 9,0 8,5 9,0 8,5 8,0 Samtals 8,38 Hægt tölt 8,5 Hægt stökk 7,5 Aðaleikunn 8,23 |
Myndir: Gangmyllan
Fyrst af öllu verð ég að birta myndir af ræktunarbúsýningunni okkar á Landsmótinu. Eins og flestir vita voru ræktunarbúsýningar á Landsmótinu og í ár tóku 11 bú þátt, enda er það skemmtileg leið til að sýna hrossin sín og ekki síður skemmtilegt fyrir áhorfendur að fá innsýn í hestakost viðkomandi bús, sem er mun auðveldara svona heldur en að sjá einn og einn hest í hverjum flokki fyrir sig. Við notuðum sex hesta sem allir voru með eitthver önnur hlutverk á Landsmótinu fyrir. Til liðs við okkur fengum við þá Jakob Sigurðsson, Þórð Þorgeirsson og Daníel Jónsson en það eru menn sem hafa aðstoðað okkur við að sýna hesta ef við höfum þurft á því að halda. Síðan riðum við Bergur sitt hvorn hestinn og Elín Holst, sem er í vinnu hjá okkur reið einnig með okkur. Gaman er að segja frá því að þeir Daníel og Jakob voru báðir í vinnu á Ketilsstöðum á sínum tíma og tömdu og sýndu mæður hestanna sem þeir riðu í sýningunni. Þetta var mjög skemmtilegt, hestarnir vel undirbúnir og mannskapurinn í stuði. Menn voru hugmyndaríkir, jákvæðir og metnaðafullir og ekki var að finna á neinum þeirra þá áreynslu sem þeir höfðu verið undir síðastliðna daga, sýnt m.a tugi hesta, undir meðfylgjandi álagi. Þegar ljóst varð að það yrði úrslitakeppni á laugardagskvöldinu kom kapp í mannskapinn og nýjum atriðum bætt við. Ekki sakaði að hafa smá lán með sér þannig að erfiðustu atriðin gengu upp eins og í sögu. Jakob, Þórður og Daníel takk kærlega fyrir, það eru forréttindi að eiga ykkur að. |
Myndir: Gangmyllan
Þá er heimasíðan komin í lag aftur, ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra hvað var að henni, en það var allavega ekkert lítið. Mikið er búið að gerast á þeim tíma sem hún hefur legið niðri, meðal annars heilt landsmót, heimsmeistaramótsúrtaka og margt fleira.Við höfum frá heilmiklu að segja og margar skemmtilegar myndir til að birta og það mun ég reyna að gera í rólegheitunum.
Birti hér nokkrar myndir af henni Grýlu frá Stangarholti, en hún er orðin tuttugu og eins vetra gömul og getur bara verið nokkuð ánægð með sitt framlag til hrossaræktarinnar. Þessi litla skjótta hryssa sem hún átti hér um daginn er undan Dug frá Þúfu.
Grýla | F. 7/7 |
Myndir: Gangmyllan
Þá er fyrsta vikan búin á Hellu og við sýndum sjö hesta. Gramur, Bylgja, Lilja Dís og Álöf breyttust ekki neitt. Védís hækkaði viljan upp í níu en það fékk hún líka þegar hún var fjögurra vetra. Svo hækkaði hún úr 9,0 í 9,5 fyrir hægt stökk en það var tala sem ég ætlaði henni strax í fyrsta dóm þegar hún var fjögurra vetra eins og Vestri bróðir hennar gerði. Eins og við vitum fer ekki alltaf allt eftir áætlun en það er nauðsynlegt að hafa markmið.
Védís er því komin með 8,06 í aðaleinkunn, 7,94 fyrir sköpulag og 8,16 fyrir kosti sem skipast svona, 9,0 fyrir tölt, hægt tölt, stökk, fegurð í reið og vilji, 7,0 fyrir fet, 8,5 fyrir brokk og 9,5 fyrir hægt stökk.
Védís er dóttir Álfasteins og Vöku frá Hellubæ. Margir muna eftir Vöku, en hún kom fram aðeins fjögurra vetra gömul og fékk þá 8,48 fyrir kosti sem er örugglega hæfileikametið hjá fjögurra vetra klárhryssu, enda fékk hún þrisvar 9,5, fyrir brokk, stökk og hægt stökk og þrjár niur, fyrir tölt, vilja og fegurð í reið. Ég var svo heppin að Gíslína eigandi hennar bauð mér að halda Vöku, sem er ekkert smá höfðinglegt boð og úr því fékk ég Védísi.
Bergur reið Ylvu frá Efri Gegnishólum í yfirlitinu og hysjaði upp um mig, hækkaði hana upp í átta fyrir tölt og upp í 6,0 fyrir skeið. Svo tók Elín sig til og reið Hátign á yfrlitinu og hysjaði upp um Bergi og hækkaði hana upp í 8,5 fyrir stökk. Þannig að við látum Elínu sýna Frama í næstu viku.
Stemning undan Sveini Hervari og Væntingu í eigu Sissel Tveten, reyndist hölt, þegar átti að fara að ríða henni í hæfileikadóm en hún hefði verið nánelgd og verður að bíða fram í næstu viku.
Álöf 4 v. með 7,87 | Bylgja 5 vetra með 7,96 |
Lilja Dís 5 vetra með 8,09 | Gramur 5 vetra með 7,82 |
Védís 5 vetra með 8,06 | Ylfa 5 vetra með 7,67 |
Hátign 5 vetra með 7,82 |
Hér er mikið að gera og ekki mikill tími til að skrifa fréttir í bili. Kynbótasýningarnar ganga á stanslaust og nánast engin tími til að gera annað en að hugsa um það. Þegar búið er að sýna meirihluta dags bíða hestarnir óþjalfaðir eftir okkur heima.
En ýmislegt er nú svo sem að frétta, eins og að Gandálfur endaði með 8. 69 fyrir hæfileika sem er nákvæmlega sama talan og hinir tveir synir Álfadísar eru með, þeir Álfasteinn og Álfur. Enda höfum við alltaf sagt að hann gefur þeim ekkert eftir, hinir eru bara eðlis sterkari og vóru því fyrr til.
Annars gengur þetta nú ekkert sérstaklega vel og hefur oft gengið betur en svona er þetta nú bara og ekkert hægt að gera nema að halda áfram að gera sitt besta.
Ég sýndi Védís aftur á Hellu en hún er fimm vetra undan Vöku frá Hellubæ og Álfasteini og er í minni eigu, fékk að halda Vöku og hélt henni undir Álfastein. Hún fékk 8,o2 í aðaleikunn í þetta sinn þ.a 9,0 fyrir tölt, hægt tölt, stökk, hægt stökk og fegurð í reið. Hinsvegar lækkaði hún niður í 7,0 fyrir fet og spurning hvort ég get ekki lagað það eitthvað.
Hún er allavega glæsileg klárhryssa sem ég ætla að eiga og setja í ræktun.
Svo synda Bergur sameignin okkar Hafliða Halldórssonar og Ylvu Hagander í 8,09, en hún er fimm vetra gömul undan Álfasteini og Lilju frá Litla Kambi. Álöf sem er 4,v undan Hefð og Álfi fékk 7,87 og er mikið efnistryppi.
Bylgja er með 7,96 eins og staðan er í dag, en hún tekur sig til og töltir þegar hún á að skeiða en hún er vökur, en virðist fipast þegar inn á völlin er komið. Ég sýndi Gram en hann leystist einhverveginn upp í upphitun og varð miklu síðri en ella, svo fékk hann líka töluvært lægra fyrir byggingu en sérfræðingarnir bjuggust við , þannig að hann endaði í 7,82 . Hann fékk t.d bara 8,0 fyrir tölt og brokk og átti ekki meira, en maður verður bara að hlýja sér á tölur eins og 9,0 fyrir hægt tölt og fet og 8,5 fyrir hægt stökk, stökk, vilja og fegurð í reið.
Við erum í fríi frá Hellu á morgun en á föstudaginn er yfirlitssýning og þá getur ýmislegt gerst. Svo er Hella alla næstu viku, þannig að það er ekkert frí í sjónmáli á næstunni.
Álöf frá Ketilsstöðum | Lilja Dís frá Fosshofi |
Védís frá Hellubæ |
Myndir: Gangmyllan
Grýla og sonur hennar Strokkur undan Orra, hann er orðinn 4 vetra gamall og kemur væntanlega í dóm á Hellu. |
Grýla er undan Spurningu frá Kleifum og Kolfinni frá Kjarnholtum og er orðin 21vetra gömul.
Hún er auðvitað frægust fyrir að vera móðir Álfadísar frá Selfossi en í dag var önnur dóttir hennar að gera það gott,
en það er hún Aðaldís frá Syðri Gegnishólum. Aðaldís sem er 5 vetra gömul er undan Aðli frá Nýja Bæ sem er Adamssonur frá Meðalfelli þannig að hún og Álfadís eru meira en hálfsystur. Dóttursynir hennar þeir Álfasteinn og Álfur eru með fullt af góðum afkvæmum í Hafnarfirði. Barnabarnið hennar hann Gandálfur fór í flottan dóm og stendur eins og er í 8,44 Aðaldís hlaut í aðaleinkunn 8,27, þ.a 8,04 fyrir sköpulag og 8,42 fyrir kosti.
Myndir : Gangmyllan
Núna stendur yfir kynbótasýning í Hafnarfirði eins og flestir vita og höfum við sýnt tólf hross þar. Það hefur nú gengið á ýmsu, Hugur heldur áfram að lækka, virðist vera orðinn ómögulegur, alltaf verið að smá naga af honum í byggingu og svo lækkaði hann á tölti og skeiði svona án þess að okkur finnist hann eiga það skilið.
Fimm vetra hryssurnar Aðaldís og Bylgja skeiðuðu ekki, en þær eiga að skeiða nokkuð vel þannig að staða þeirra ætti að geta breyst. Védís frá Hellubæ stendur í 7,98 og á töluvert inni en sýndist bara ekki betur, hún er frábær en fipaðist í brautinni. Drift var eins og ég gat átt von á, hún er mjög hæfileikarík en er mjög stór og hefur hvorki krafta né einbeitni til að fylgja þessu eftir í bili, en hún getur líka alveg dottið inn og gert góða hluti.
Margar aðstæður geta verið fyrir þegar ekki nógu vel gengur, en eitt er víst að vikur brautirnar eru ekkert grín og hrossin geta komið manni töluvert á óvart vegna virkni þeirra.
En það er líka ástæða til að vera kátur,Gandálfur var feikna góður og sýndi sig eins og við þekkjum hann, hann er af eðlisfari léttbyggður og hefur þurft tíma til að styrkja sig en nú er það komið og hann er bara flottur ( :
Brimnir var mjög góður, stóð við sitt en lækkaði um einn og hálfan fyrir fet, leiðinlegt það því hann er með mjög gott fet, enda fékk hann 9,0 fyrir það þegar hann var fjögurra vetra. Allavega lækkaði hann um sex kommur í aðaleinkunn vegna fetsins og stendur núna í 8,39.
Greipur frá Lönguhlíð, 6 vetra Keilissonur, hækkaði sig flott frá því í fyrra og endaði í 8,33 með m.a níu fyrir skeið en hann er litli bróðir glæsi klárhryssunnar Sædísar frá Stóra Sandfelli 2 og er hann fjórða afkvæmi Glódísar, móðir þeirra, til að fara í fyrstu verðlaun. Hann gæti verið góður kostur fyrir þá sem sakna Keilis.
Eitt er víst að það eru spennandi tímar framundan, yfirlitssýningin á laugardag og sunnudag og þar getur ýmislegt gerst.
Aðaldís | Brimnir |
Gandálfur | Védís |
Greipur | Hugur |
Vorum að keppa á opna íþróttamótinu á Gaddstaðaflötum um helgina, við skráðum fjóra hesta, Ása keppti á Hvata í 5 gangi og komst í fimmta sætið.
Bergur var skráður með Vakar í tölti og fjórgangi en náði ekki heldur að keppa núna því Vakar er engan veginn búinn að jafna sig á múkkinu.
Það er reyndar að há fleiri hestar hjá okkur, þrálát leiðinda sýking sem gerir þá bólgna og auma í löppunum. Ég keppti á Kraflari í tölti og fjórgangi og á Háfeta í fjórgangi.
Háfeti var að mæta í fyrsta sinn í keppni, en hann er frá Leirulæk í Borgarfirði.
Fór ég með hann í þetta sinn til að ná einkunn á hann og fór hann í 7,17 í þetta sinn og varð í annað sæti eftir forkeppnina á eftir Kraflari. Háfeti er vonandi framtíðar keppnishestur hjá mér, en hann á mikið inni og er hestur sem ég er virkilega hrifin af.
Kraflar stóð sig með sóma þessa helgina, eins og síðustu helgi. Við ákváðum strax að keyra á hann og láta slag standa til að sjá hverning hann myndi standa sig undir miklu álagi. Ég komst að því að hann er nægilega sterkur, hann hefur staðið af sér tvö úrslit í röð með stuttu millibili, tvær helgar í röð og það er ekkert lítið sem hann tekur á, sérstaklega á hægu tölti, en hann er sterkur, úthaldsgóður og fljótur að afmæðast þó að ég finni auðvitað fyrir því að hann þreytist.
Hann er níu vetra í dag en ég hef þjálfað hann meira og minna síðan hann var fimm vetra.
Allskonar slys og veikindi hafa síðan orðið til þess að ég hef lítið sem ekkert keppt á honum, til að gera langa sögu stutta ætla ég að orða það þannig að við
Kraflar höfum engan veginn haft heppnina með okkur til þessa.
Hins vegar hafa alltaf nokkrir aðilar stappað í mig stálið og fyrstan ætla ég að nefna Atla Guðmundsson sem hefur marg sagt mér að gefast ekki upp, að hann sé sérstakur.
M.a svona setningar halda manni gangandi og ótrúlega ljúft að uppskera eftir margra ára markvissa þjálfun.
Ég er búin að fá hellings veganesti og geri mér fulla grein fyrir því að ég verð að bæta ýmislegt og það verður tekið föstum tökum.
Núna fengum við 7, 59 í 4 gangi forkeppni og 7, 63 í úrslitum og fyrsta sætið.
Í tölti fengum við 7, 83 í forkeppni og 8,39 í úrslitum og annað sætið. Svo unnum við líka tvíkeppnina.
Myndir: Gangmyllan
Jæja, þá er búið að ákveða nafnið eftir miklar vangaveltur. Um er að ræða tveggja vetra son Álfadísar frá Selfossi
og Keilis frá Miðsitju ss. albróðir Álfasteins frá Selfossi.
Við birtum myndir af honum í fréttunum hér á síðunni okkar fyrir stuttu og auglýstum eftir nafni og höfum fengið töluvert af hugmyndum, mörg nöfn sem við vorum þegar búin að velta fyrir okkur og nokkur ný.
Það var hins vegar Guðbrandur Stigur Ágústsson sem átti þetta nafn og sagði hann okkur að hann væri löngu
búinn að finna þetta nafn sem hann væri að geyma og ætlaði að nota í sinni ræktun í framtíðinni.
Hins vegar var hann tilbúinn til að láta okkar hafa það og að sér þætti gaman ef þetta nafnið yrði notað á þennan hest. Hann sagði okkur að Álfarinn var nafn á landnámsmanni sem kom frá Noregi á sínum tíma og settist að á Snæfellsnesi.
Álfarinn er líklegast dregið af Álf og Örn og beygist eins og Þórarinn.
Álfarinn - Álfarin - Álfarni - Álfarins
Á hann kærar þakkir skilið og viljum við nota tækifærið og gefa honum toll undir folann næsta sumar.
Hér fyrir neðan birtum við myndir af Álfarni, en hann fór í hefðbundna myndatöku eins og synir Álfadísar gera þegar við sækjum þá úr uppeldinu fyrir austan þegar þeir eru tveggja vetra gamlir.
Myndir: Gangmyllan