Jæja nú eu allir mættir til starfa bæði hestar og menn sem ætla að vera hjá okkur í vetur, siðustu hestarnir komu heim úr sundi í gær og síðasti starfsmaðurinn kom í dag.
Tryppin á fjórða vetri eru orðin reiðfær og eldri hestarnir eru komnir af stað í þjálfun. Nokkrir þeirra voru í sundi í Áskoti hjá Jakobi og Arnheiði, við förum reglulega með hestanna í sund til þeirra. Þeir voru í mestallan desember en við sóttum þá svo strax eftir áramót. Það er gaman að taka við hestunum úr sundinu, fallega útlítandi, frískir og tilbúnir fyrir veturinn. Við höfum farið með hestanna reglulega í sund síðan starfsemin byrjaði hjá þeim Jakobi og Arnheiði, stundum vikulega og stundum í tíu eða tuttugu daga samfleytt. Það hefur reynst okkur vel sem viðbótar þjálfun.
Í þetta sinn voru það þeir Vestri frá Hellubæ, Samber frá Ásbrú, Tjörvi, Kraflar, Vakar, Hvati og Austri frá Ketilsstöðum,sem voru í sundi og tókum við nokkrar myndir þegar við sóttum þá.
![]() |
|
![]() |
|
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Ferðin langa endaði á viku fríi i Portugal, en þá höfðum við ákveðið að þiggja heimboð Julio Borba en hann bauð okkur i heimsókn á einn af fimm búgörðum fjölskyldunnar, sem heitir Bastarda og er stutt frá landamærunum Spánn/Portugal.
Á þessari jörð hafa þau ekki fasta búsetu, en uppeldið er þar og einhverjar stóðmerar.
Húsin voru með spænskan stíl og íbúðarhúsið stort og ótrúlega kósý, þarna var dekrað við okkur þrjá daga, strákarnir fóru i veiðiferð og við Freyja fórum i skoðunnarferð i litla þorpinu sem var rétt hjá en þar var fólkið svo smá vaksið að við Freyja vorum eins og risar.
Svo fórum við til Lissabon og daginn á eftir kom Julio og sótti okkur og svo fórum við á flottan stað þar sem yfir stóð úrtaka fyrir landsliðið þeirra, sem var að mörgu leyti mjög áhugavært skoða og vakti það upp margar hugsanir um að hvort við gætum ekki notfært okkur þetta eitthvað á Íslandi, en það langar mig til að skrifa meira um seinna við tækifæri.
Síðustu dagarnir voru notaðir til að skoða Lissabon og versla og flugum svo heim um Amsterdam þann 22 des, rétt passlega til að fara í jólagírinn.
![]() |
![]() |
|
Þegar ég kom til Santa Barbara komu Ásta og Will að sækja mig og fóru með mig heim til sín á Flying C Ranch í Roblar, Santa Ynez í Californiu þar sem ég var með þriggja daga námskeið. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem til þeirra, en þau eru búin að byggja fallegt íbúðahús með innanaðgengt yfir í hesthúsið, falleg og hentug lausn. Þar er hringgerði með þak og veggi ,keppnishringvöllur og frábær útiaðstaða fyrir hestana.
Fyrir mig er það mjög sérstakt að koma til Bandaríkjanna, allt annar heimur, allt sem maður snýst í og sinnir daglega skiptir engu máli í þessum heimi, Ísland og íslenski hesturinn, hvað er það? Það er keyrt með mann eitthvað út í sveit og inn um stórt amerískt hlið þá kemur maður aftur inn í annan heim og þá er hann nú farinn að vera eitthvað sem maður kannast betur við. Því þar tekur á móti manni höfðingar eins og Dynjandi frá Dalvik, Kaliber frá Lækjabotnum,Bragi frá Hólum, Húni frá Húnavöllum, Þór frá Prestbakka, Flygill frá Mosfellsbæ og svo mætti lengi telja. Svo það var alveg ljóst að menn voru bara ágætlega ríðandi og Ísland og íslenska hestinum til mikills sóma. Það er ekkert smá sem fólkið er tilbúið að leggja á sig til að komast á námskeið eða mót, klukkutímar í flugi, dagar í akstri, vel útbúið, hvort sem það er fatnaður, reiðtygi og ökutæki, mætir það með góða skapið tilbúið til að læra og gantast.
það er alveg ljóst að það sem er einkenni íslenska hestsins, að hann er duglegur,sterkur, stoltur og glaður, laðar hann líka að sér,eða eins og máltækið, líkur sækir líkan heim.
Það er mikil vinna að vera reiðkennari, því fylgja oft löng ferðalög og langir vinnudagar og oft er verið að spyrja mig að því hverning ég get haldið þessu út en það er einmitt þetta sem gefur manni kraftinn, að sjá og finna mikinn áhuga og gleði og samstaða hvort sem það er i Ameriku eða á Vestfjörðum.
Frá Will og Ástu fór ég svo eftir þrjá daga og flaug frá Santa Barbara til Salt Lake City og þaðan til Parisar, en Salt Lake City-Paris eru tiu og hálfur timi á flugi og mér sem finnst þriggja tima Danmerkur flug langt!!!
Frá Pris flaug ég til Lissabon í Portugal en þangað komu saman Bergur, Freyja Hilmarsdóttir og Hafliði Halldórsson en þangað vorum við komin til að þiggja heimboð Julio Borba, reiðkennarans okkar og eyddum við þrem dögum á búgarði hans og fjölskykdunnar hans, Bastarda, sem er mjög nálægt landamærunum Portugal/Spánn en þeirri heimsókn ætla ég að segja nánar frá í næstu frétt.
![]() |
![]() |
Í byrjun desember lagði ég af stað í lengsta ferðalag sem ég hef farið í. Ég byrjaði á að fara til Boston og flaug þaðan til Atlanta þar var ég sótt og við fórum til Madison í Georgiu þar sem Katrin Sheehan býr. Þar hélt ég þriggja daga námskeið á Creekside Ranch, sem er stór og myndarleg jörð sem Katrin er að byggja upp.
Þar er stórt og fallegt hesthús með íbúð,nýgerðri reiðhöll með mjög áhugaverðu og að ég held góðu gólfi og mikið af vel girtu landi með góðu skjóli fyrir hrossin.
Það var svolitið sérstakt að þar voru fleri þjóðverjar en bandarikjamenn en Katrin sjálf er þjóðverji að upplagi og svo var gaman að hitta þar Barbara Frische sem er að ég held þekktasti kynbótadómari þjóðverja, en hún er flutt til Bandarikjanna með fjölskyldu sinni til að vinna við ræktunnarmál bandarikjamanna.
Einnig var Frauke Shensel að vinna þarna en hún og Katrin eru i samvinnu við þjálfun kýnbótahrossanna og markmiðið að Frauke sýni fyrir hana kynbótahrossin næsta vor.
Þarna voru lika fræg hross og svo þekktasti liklegast Óskar frá Litladal sem er reiðhestur Katrinar og í miklu uppáhaldi.
Þetta var i fyrsta sinn sem ég kom til hennar og gaman að sjá hvað hægt er að gera ef áhugi og dugnaður er fyrir hendi.
Frá Creeside Rach fór ég siðan til Will og Ástu Covert á Flying Ranch í Roblar í Californiu en þá flaug ég frá Atlanta til Salt Lake Sity og þaðan til Santa Barbara í California. En ég segi frá dvölinni þar í næstu frétt.
Á myndinni frá vinstri er Charlotte Block, Milena Frische, ég ,Katrin sem heldur i Óskar frá Litla Dal, Barbara Frische og Frauke Schensel.
Jæja, nú kom að þvi þann 30/11 var votheysturnin felldur. Eftir ótal vangaveltur var hann látinn fara, enda að okkar mati mikið óprýði á bænum. Mér fannst hann gefa verksmiðjulegt útlit og ekki lengur nein not fyrir hann.
En á mánudaginn skyldi það gerast, Bragi og Haukur í Efri Gegnishólum mættu með gröfuna og þá er eins gott að vera ekki fyrir.
Það var grafið frá honum í þá áttina sem hann átti að falla og pikkað í hann og veiktur alveg niðri. Svo var reynt að toga hann niður með vírtóti. Það gékk nú ekki betur enn að vírin slitnaði og turninn stóð eins og alltaf. Þá var pikkað enn meira í hann og svo var ýtt víð honum þar til hann gaf eftir.
Wow! Það var vígaleg sjón, en ég búin að vera grimm á þvi að vera viðstödd því ég ætlaði að mynda og var mjög stressuð yfir þvi að myndavélin yrði rafmagnslaus eða ég myndi hreinlega ekki ná að staðsetja mig rétt til að ná sem bestum myndum. En ég þurfti ekki að hafa áhyggjur, það gekk eins og í sögu og ég náði þvílikri myndasyrpu sem mjög flott er að skoða í heild sinni. En hér læt ég fylgja mjög stutta útgáfu.
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Þá er það ákveðið, Álffinnur verður í girðingu í Flagbjarnarholti í Landssveit næsta sumar. Álffinnur er brúnskjóttur tveggja vetra undan Álfadísi frá Selfossi og Orra frá Þúfu, sem gerir hann að albróðir Álfs fra Selfossi. Í sumar var hann notaður hér hjá okkur og eru 22 hryssur fylfullar eftir hann, það var ofboðsleg aðsókn i hann en mjög fáir sem komust að þar sem víð notuðum hann nánast eingöngu sjálf. Er ekki tilbúin til að setja verð á folatollin strax, en eitt er visst að aðsóknin er mikil þannig að han verður dýr miðað við ótamin fola.Verðið, verður komið fyrir fyrsta mai. Fyrir þá sem vilja panta undir hann og/eða þegar hafa pantað fyrir sumarið 2010, bið ég panta og/eða staðfesta pöntun sína með því að senda mér mail á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Nú er nýafstaðið námskeið með Julio Borba hér í Syðri Gegnishólum. Að vanda tókst það mjög vel, stemningin góð og allir ánægðir. Þetta er fjórða árið sem hann kemur til okkar að kenna, fyrst kom hann tvisvar á ári, en nú höfum við heldur betur slegið í og þetta ár kemur hann trisvar í haust líka. Það er alveg ótrúlegt hversu mikið skemmtilegra er að þjálfa og kenna þegar maður fær reglulega kennslu. Markmiðið verður alltaf svo skýrt. Gaman er að læra margar leiðir að nálgast markmiðinu, læra nýjar aðferðir og finna hvað þær gera fyrir hest og knapa. Það hefur m.a verið markmiðið mitt að hafa sem flesta reiðkennara á námskeiðunum, til þess að hún skili sér út í reiðmennskuna.
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|
![]() |
![]() |
Nú eru að verða liðinn þrjú ár siðan við fluttum hingað i Syðri Gegnishóla og erum við að verða búin að búa þannig um að okkur að okkur er farið að liða reglulega vel hérna.
Það er meira en að segja það að kaupa jörð sem hefur verið rekinn með kúabúskap og breyta henni þannig að hún henti til hrossabúskapar.
Vélarskemmu var breytt i hesthús og búið er að innrétta bráðarbyrgðar hesthús i fjósinu, en til stendur með tið og tima að byggja annað hesthús og tengibyggingu að reiðhöllinni þannig að innanaðgengt verður þángað.
Seinnipartin í sumar var byrjað að mála allar byggingarnar og segja má að bærinn hafi breyst, þar sem skipt var um lit og breytt út frá hefðbundnum liti á sveitabæjum.
Sem stendur er verið að fylla jarðveg að ibúðarhúsinu og ganga frá öllu þvi tilheyrandi, næsta verk á dagsskrá verður eftir ótal vangaveltur að fella votheysturninn.
En það er alveg ótrúlegt hvað eru komnar margar uppástúngur um hvað mætti nýta hann i. Koniaksstofa,gistiaðstaða, útsynissturn, vita, auglysingaturn og svo framvegis. En okkur finnst samt liklegt að þegar kemur að þvi að við eigum efni að þvi að innrétta hann erum við svo gömul að við komumst ekki þángað upp..........
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Það gékk á ymsu, kannski eru málarar bara i sama
áhætuflokki og tamningamenn. En þrátt fyrir einu óhappi
fór Bjarni létt með þetta. Svona er útkoman....
Sæmkvæmt nýjasta kynbótamatinu er Ljónslöpp komin með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, en hún er þriðja hryssan frá Ketilsstöðum til að ná þeim og erum við mjög ánægð með það. Fyrst var Hugmynd undan Ör og Mána frá Ketilsstöðum og svo Vakning hálfsystir Ljónslappar undan Hrafni frá Holtsmúla. Ljónslöpp er 16 vetra gömul undan Snekkju frá Ketilsstöðum og Oddi frá Selfossi og er hún sem komið er búin að eiga átta afkvæmi. Sex þeirra eru tamin, fimm sýnd, tvö með fyrstu verðlaun og þrjú með rétt tæplega átta. Sá sem siðastur var syndur var Hlébarði 4v undan Aron frá Strandarhöfða en hann fékk 7 94. Næst kemur til tamningar undan Ljónslöpp, brún hryssa undan Gígjari frá Auðsholtshjáleigu, hún er þriggja vetra og mjög efnileg að sjá
Í síðustu viku kom Freyja í heimsókn, en hún flutti til Noregs fyrir einu og hálfu ári síðan.
Þar hefur hún stundað tamningar og þjálfun á Tromöya sem er hjá Arndal í Suður- Noregi.
Hún er líka farin að kenna á ýmsum stöðum í Noregi,
auk þess að hún hafi líka farið til Þýskalands nokkrum sinnum.
Þar sem Freyja hefur verið án keppnishests siðan hún fór út,
er farið verulega að klæja í keppnis"taugarnar".
Við ákváðum að kippa því í liðinn og senda Gorm til hennar,
svoleiðis að hún geti farið að taka þátt í mótum í Noregi.
Auk þess að vera með flottan kynbótadóm var Gormur í úrslitum í B-flokki á síðasta landsmóti.
Þessar myndir voru teknar af Freyju og Gorm við þjálfun, þegar hún var í heimsókn.
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Vorum að koma frá Ketilsstöðum, en þar erum við með töluvært af hrossum.
Ketilsstaðir eru í Fljótsdalshéraði, um 7 km fyrir innan Egilsstaði
og er stór og mikil jörð u.þ.b 3000 hektarar á stærð.
Mikið er af fjallendi, skógi vaxin hlið, mikið af ræktuðu landi,
þó aðeins hluti er nýttur til heyskapar í dag.
Landið liggur niður að og meðfram Lagarfljóti og Grímsá.
það er ótrúlega gott og gaman að þjálfa hesta á hæfilega hörðu og
fjaðrandi grasbökkum Grímsár.
Þegar tryppin eru veturgömul förum við með þau austur að
Ketilsstöðum og alast þau þar upp til tamningaaldurs,
en hryssurnar eru hér hjá okkur í Syðri Gegnishólum.
18 til 20 september var Julio Borba með námskeið hér hjá okkur sem var mjög vel lukkað.
Julio er frá Portugal var um langt skeið reiðmaður hjá portugalska hirðreiðskólann
en hætti þar fyrir nokkrum árum og snéri sér alfarið að reiðkennslu.
Fyrst i Sviþjóð en svo fór han að kenna um allan heim.
Hér á Íslandi er hann búinn að kenna i á fjórða ár, okkur til mikillar ánægju.
Á námskeiðin eru alltaf 8 manns, með klukkutima i senn
og i þetta skipti vorum við i þrjá daga.
Julio hefur riðið út frá blautu barnsbeini enda af hestafólki komin
og föðurbróðir hans er hans stóri lærimeistari.
Eins og alltaf tókst honum vel upp enda fer aldrei á milli mála
hvert er takmarkið og er hverning eigi að nálgast það.
Línurnar eru mjög skýrar, hann hefur ótal aðferðir að nálgast takmarkið,
gefur hugmyndir er hvetjandi og skemmtilegur.
Slagorðin eru "energy through lightness" og "keep it simple" og það stendur hann fyllilega við.
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Fyrir nokkru kom í sjónvarpsfréttum að hreindýrskálfur hafi gert sig heimakominn
í hrossastóði fyrir austan, en það er stóðið okkar á Ketilsstöðum.
Gangmyllan sendi sinn mann á svæðinu Ellen Thamdrup til að kanna málið og taka myndir.
Ekki er annað að sjá á myndunum en að hrossin séu sátt við nýja meðlimin i stóðinu
og að kálfurinn líti á þau sem fjölskylduna sína.
Ég var að vonast til þess að kálfurinn (hún) fengi að vera áfram en mér skilst
að það sé búið að ákveða að hún verði flutt i húsdýragarðinn.
Þegar þessi orð eru skrifuð er búið að sýna til fullnaðardóms tiu tryppi undan Álfasteini.
Þau eru fjögurra og fimm vetra gömul og er meðaleinkunn þeirra 8,00 fyrir byggingu,
8,07 fyrir hæfileika sem gerir aðaleinkunn 8,05.
Fimm eru fjögurra vetra og fimm eru fimm vetra. Sex þeirra eru með 8,0 og yfir,
hæðst þeirra er Brimnir frá Ketilsstöðum undan heiðursverðlaunahryssunni Vakningu,
með 8,33. Þrjú eru með 7,90 og yfir og aðeins einn undir og
það er Almar frá Ketilsstöðum undan Orku frá Gautavik, 4 v. með 7,67.
Tryppin sem komið hafa til tamningar hjá okkur hafa flest verið skemmtileg,
kjörkuð með flottar hreyfingar.
Í haust frumtemjum við sex tryppi undan Álfasteini sem fara á fjórða vetur,
undan Snilld, Hefð og Vakningu frá Ketilsstöðum, Lilju frá Litla Kambi
og systurnar Þulu og Vöku frá Hellubæ.
Verður mjög spennandi að sjá hvernig útkoman verður.
Eins og flestir vita var Álfasteinn seldur til Danmerkur
og þvi ekki til afnota lengur hér á landi en ef útkoman heldur áfram að vera
svona jákvæð er aldrei að vita nema litli albróðir verði í hrikalega góðum málum.
Læt fylgja nokkrar myndir af Hafdísi frá Hólum en hún er fjögurra vetra gömul
i eigu Vildísar Óskar Harðardóttur og Steindórs Guðmundssonar á Hólum en hún
var efsta hryssan i sínum flokki á síðsumarssýningunni
á Hellu með 7,90 í aðaleinkunn.
![]() |
Svona áttu að standa. Bergur að stilla upp og Steindór fylgist með að allt fari rétt fram. |
![]() |
|
![]() |
Verið að dæma réttleika....... |
Í sumar erum við búin að þjálfa og undirbúa okkur fyrir síðsumarsýninguna á Hellu.
Nokkur hross voru ekki tilbúin til syningar í vor
og nokkur slösuðu sig og voru því ekki sýnd.
Einnig endursyndum við nokkur hross sem við töldum gátu hækkað sig.
Nokkur hross fengu í sjálfusér ágætis dóma en þegar á heildinni er litið
voru þetta ein stór vonbrigði,
ekkert varð eins og við vonuðumst til. Vegna hvers hef ég ekki hugmynd um,
en svona er þetta bara.
Eftir langt hlé látum við loksins verða að því að heyra frá okkur, en við fórum á heimsmeistaramótið og fór dágóður tími í það. Mótið var frábært og svisslendingum til mikils sóma, það var hugsað fyrir öllu. Enda var Roger Sherrer, framkvæmdarstjóri mótsins, búinn að verja miklum tíma í að skoða framkvæmdir stórmóta alveg niður i smáatriði. Þegar við vorum á HM í Hollandi fyrir tveimur árum sá ég oftar en einu sinni til hans þar sem hann var að snudda einhversstaðar bakvið að velta fyrir sér hinu og þessu. Svo vill til að ég hef verið við kennslu i Brunnadern siðan 2001, þannig að ég er búin að fylgjast með þessu ferli frá upphafi til enda. Frá því að hugmyndin um að halda heimsmeistaramót einhverntíma í framtiðinni varð til, umsóknin, barningurinn, spennan og eftirfylgnin sem þarf til að svona nokkuð verði að veruleika. Þarna var gott að vera keppandi, áhorfandi og starfsmaður. Frábært upphitunar- og þjálfunarsvæði, hver og einn hestur var með sér gerði og auðvelt fyrir knapa að komast í mat fyrir keppendur og starfsmenn án þess ad þurfa að fara inn á áhorfendasvæðið og bíða i löngum röðum.
Mannlífið var fjörlegt, mikið af hestavörubúðum, litlum matsölustöðum og sjoppum, ball á svæðinu á hverju kvöldi, sem mér skilst að hafi verið mjög skemmtileg og sum hver ógleymanleg.
Stúkurnar voru stórar og nóg af sætum handa öllum. Þak var yfir hluta af annari stúkunni fyrir þá sem keyptu sér svoleiðis miða og í þetta sinn var það góð fjárfesting þar sem helliringdi í tvo daga og þá tölum við um hellirigningu. Sólin skein þess utan og þó að það teljist vera gott veður er það ekki lengi að breytast i martröð fyrir viðkvæma íslenska kroppa sem eru hvorki vanir sól né hita að jafnaði.
Tamningafólkið hjá okkur í sumar eru Eir Kvernstuen og Sara Berg, báðar frá Noregi. Eir er við nám í Noregi eins og stendur, er að byrja á fjórða og síðasta ári i sjúkraþjálfun. Eir hefur starfað hjá okkur samtals í á áttuda ár, eins og er kemur hún til okkar til að vinna i sumarfríinu sínu en hún er var því miður að hætta hjá okkur.
Sara Berg er líkt og Eir Hólaskólagengin og hefur starfað í mörg ár á íslandi, mest á Skeiðum, Blesastöðum, Hlemmiskeiði og Efra Langholti. Það vita allir hversu mikilvægt er að hafa gott fólk í vinnu og teljum við okkur vera vel sett með þessar stelpur. Um leið viljum við nota tækifærið að þakka Elinu Holst frá Noregi og Möru Staubli frá Sviss fyrir gott starf í vetur og vor.
Eir Kvernstuen Sara Berg
![]() |
|
![]() |
|
![]() |
Hér er ymislegt að gerast, við erum að þjálfa og temja alla geldinganna okkar, þeir eru allir i mjög svo góðum holdum eftir útigönguna i vetur, en eru allir að koma til. Erum einnig að þjálfa nokkrar hryssur og nokkra stóðhesta sem markmiðið er að fara með i kynbótadóm i haust, sum verða endursynd en önnur i fyrsta sinn. Verið er að þjálfa Gandálf, enda mistum víð af hátt i tvo mánuði af þjálfunartimanum i vertur og vor vegna múkks,en sem betur fer hefur það ekkiverið að hrjá hann i sumar. Tókum þessar myndir hér um daginn.......
![]() |
![]() |
![]() |
Ég sá út um gluggan að sonur Álfadísar og Keilis, sem sagt albróðir Álfasteins, var að leika sér. Hann var bara með flotta sýningu, en þegar ég var mætt á staðinn var hann að verða búinn. Ég náði samt þessum myndum af honum.........
Nafnið er ekki komið enn, en það eru komnar margar góðar uppástungur, þannig að hann verður örugglega skírður rétt bráðum.
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |