Hér eru nokkrar myndir af henni Hátign, hún er á fimmta vetur, móðir hennar er Þerna hún er undan Stíg frá Kjartansstöðum en móðir Þernu var Sylgja.Sylgja átti aðeins Þernu áður en hún var seld til Þýskalands, langaamma Sylgju var Ljónslöpp 1817 formóðir allra Ketilsstaðahrossana. Faðir hennar er Dalvar frá Auðsholtshjáleigu og Föðurafi er Keilir frá Miðsitju. Svo eru Garðabæjarhrossin þarna bakvið líka, í gegnum Dalvar, en hann er undan Gyllingu, sem var undan Gloríu frá Hafnarfirði sem aftur var undan Gnótt frá Brautarholti.
Hátign er stór og myndarleg og efnileg alhliðahryssa.
Myndir: Gangmyllan
Hér koma nokkrar myndir af Védísi, hún er undan Vöku frá Hellubæ og Álfasteini frá Selfossi. Hún verður fimm vetra í vor. Móðir hennar Vaka er undan Golu frá Hellubæ sem er undan Gáska frá Hofsstöðum og faðir hennar er Feykir frá Hafsteinsstöðum. Langalangafi hennar er Kulur frá Eyrarbakka. Védís er í okkar eigu en er úr ræktun Gíslinu Jensdóttur á Hellubæ.
Védís er mjög efnileg klárhryssa sem við væntums mikils af þó hún hafi farið frekar illa út út byggingadóm í fyrra, fékk aðeins 7,72 þar af aðeins 6,5 fyrir höfuð sem okkur fannst helviti hart. Hún hlaut einhvern veginn alltaf lægri töluna. En hvað með það, inn í ræktunina fer hún.
Myndir: Gangmyllan
Þetta er hún Ylva frá Efri Gegnisholum, hún er á fimmta vetur, undan Syrpu og Erni frá Efri-Gegnishólum. Hún er mjög efnileg og hreyfingamikil alhliðahryssa. Eigendur hennar eru nágrannar okkar Bragi og Hildur í Efri Gegnishólum. Móðir hennar Syrpa er undan Stíg frá Kjartansstöðum og faðir hennar Örn er undan Aron frá Strandarhöfða, þannig að Náttfari frá Ytra Dalsgerði er tvöfaldur á bakvið hana.
Knapi: Elin Holst |
Myndir: Gangmyllan
Þessar myndir eru af henni Reisn frá Ketilsstöðum en hún er undan henni Brá Orradóttir og Leikni frá Vakursstöðum. Þegar veðrið var sem best hérna um daginn tókum við nokkrar myndir af ungu hryssunum sem eru hérna hjá okkur og ætlum við að birta nokkrar myndir næstu daga.
Reisn er á fimmta vetur er mikið hestefi, efnileg klárhryssa þæg og þjál.
|
Magni og Hlébarði sem við seldum í haust voru að fara í sína fyrstu keppni í Swiss, en það var keppni á ís. Magni og Lisa lentu í öðru sæti í fjórgangi og Mara komst í B úrslit í sömu grein á Hlébarða en reið ekki úrslitin.
Magni er undan Musku frá Stangarholti og Leikni frá Vakusstöðum og Hlébarði er undan Ljónslöpp frá Ketilsstöðum og Aron frá Strandarhöfða.
Birti nokkrar myndir sem þær systur sendu okkur um leið og við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Lisa og Magni |
Mara og Hlébarði |
Var að koma frá Bandarikjunum eftir nokkra daga veru á Flying C, búgarði þeirra Ástu og Will Covert í Californiu. Menn voru vel riðandi enda þónokkrir af þeirra hestum þekktir gæðingar á Íslandi áður.
Stefnt er með a.m.k þrjá þeirra á HM í sumar og miðað við ástand þeirra núna lítur það bara mjög vel út. Húni frá Torfunesi var á sinum tima Íslandsmeistari í slaktaumatölti og stefnt er með hann í þá grein á HM og miðað við stöðu hans núna er hann til alls líklegur. Dynjandi frá Dalvík sem gerði garðinn frægann á síðasta HM var í feikna stuði og ótrúlega ferskur.
Ásta og Dynjandi frá Dalvik |
Ann Marie og Húni Frá Torfunesi |
Eileen og Drift frá Ytra Dalsgerði |
Rachel og Kaliber frá Lækjarbotnum |
Lúsy og Andri frá Sólbrekku |
Myndir: Ásta Bjarnadóttir Covert |
Vegna þess að mikið er spurt um hann Álffinn okkar hef ég sett hann inn á heimasíðuna undir stóðhesta, en venjulega höfum við beðið með það þangað til að búið er að dæma þá.
Fyrir þá sem ekki vita er Álffinnur á fjórða vetri undan Orra frá Þúfu og Álfadísi frá Selfossi, hann er brúnskjóttur að lit og albróðir Álfs frá Selfossi, sem líklega skyrir væntingarnar sem gerðar eru til hans.
Tveggja vetra gamalan notuðum við hann á nær allar hryssurnar okkar og eigum við þrettán folöld undan honum en alls eru til fimmtán folöld. Eins og er eigumvið til myndir af ellefu þeirra en ekki er óliklegt að við finnum fleiri.
Mikill áhugi er á að nota hann og er um að gera fyrir þá sem áhúga hafa á því að skoða myndirnar af honum og afkvæmum hans.
Af Álffinnni er mikið gott að frétta, hann temst vel, er alhliðahestur með vel aðskildar og góðar gangtegundir og frábært geðslag og vilja. Hann stenst að okkar mati fyllilega þær væntingar sem við gerum til hans.
Í sumar var hann mikið notaður og er von á nær fimmtíu folöldum undan honum á næsta ári.
Í vor verður hann í húsnotkun hér hjá okkur og í sumar verður hann í Landssveitinni í umsjón þeirra Svanhildar og Magnúsar hjá Úrvalshestum.
Þá er búin ein greinin enn í meistaradeildinni og Bergur tók þátt á Vakari, gerði að mestu leyti vel enn smá hnökrar á hægu tölti gerðu út um úrslita sæti í þetta sinn. Aldrei er heldur nein bót í máli að vera fyrstur inn á, en svona fór þetta núna, 6,83 og 11 sætið varð að duga í þetta sinn.
Að vanda var gaman og spennandi að horfa á, hestarnir flóttir og góðir og dómgæslan í betri kantinum.
Mynd: Fjölnir Þorgeirsson
Í dag var frábært veður, minnti helst á vorveður og eins og vanalega þegar gott veður er koma margir í heimsókn. Þar á meðal kom Guðbrandur Stigur Ágústsson, hann á hjá okkur eina hryssu á fjórða vetri, en það er hún Álöf frá Ketilsstöðum undan Hefð frá sama bæ og Álfi frá Selfossi. Ég notaði tækifærið og smellti einni mynd af þeim félögum með hryssum sinum. En þær eru sammæðra og undan þeim hálfbræðrum Álfi og Álfasteini og fannst okkur við hæfi að stilla þeim upp undir myndinni af ömmu sinni henni Álfadísi frá Selfossi.
Bergur með Drift og Guðbrandur Stigur með Álöfu.
Eins og þið kanski hafið orðið vör við höfum við heldur betur tekið okkur á í markaðsmálum, höfum haldið okkur frammi og auglýst ræktunina og starfsemina töluvert mikið. Það er hann Guðbrandur Stígur Ágústsson og hans fólk sem stýrir þessu hjá okkur, enda er hann ákaflega hugmyndaríkur og afkastamikill, þannig að það er mjög gaman að taka þátt í þessu með honum. Nú síðast var það bændablaðið og kom hann og tók nokkrar myndir af okkur, með það í huga. Það þarf oft að taka töluvert margar myndir til að ná einni góðri. Hér birti ég í gamni, nokkrar sem voru teknar í röð, en Bergur tók smá sjów svona rétt til að ná upp réttri stemningu.
Það er mjög fallegt úti þessa daganna, snjór, hæfilega kalt og sólin skín. Snjórinn liggur eins og teppi yfir öllu og gerir vegina að fjaðrandi og skemmtilegum reiðgötum. Um helgina voru hestarnir lengi úti og léku sér mikið.
Við notuðum tækifærið og tókum nokkrar myndir.
Fálmar á fjórða, undan Þernu og Sveini Hervari |
Álffinnur á fjórða, undan Álfadísi og Orra |
Jónatan á fjórða, undan Musku og Natan |
Frami á fjórða, undan Framkvæmd og Sveini Hervari |
Bergur var að keppa á Vakari á Ingólfhvoli á fyrsta móti hjá meistaradeildinni, en fyrsta mótið var 4 gangur, en Bergur er í Toppreiter/Ármót/66° norður liðinu. Aldrei þessu vant tók ég ekki með mér myndavélina og setti þar af leiðandi ekki neina frétt. En þá var Fjölnir Þorgeirsson svo elskulegur að leyfa okkur að nota sínar myndir.
Þess vegna, og betra seint en aldrei, set ég stutta frétt. Þeir foru beint í A úrslit, með einkunnina 7,07 og héldu sínu sæti í úrslitum, enduðu í fimmta sætið með einkunnina 7,30. Okkur finnst það bara vera góður árangur á lítið þekktum hesti að ná þessu í þessum félagsskap, enda margir af bestu fjórgöngurum landsins að taka þátt.
Myndir: Fjölnir Þorgeirsson
Nú er enn og aftur nýafstaðiað námskeið með Julio Borba og að vanda tókst það mjög vel. Hann var hjá okkur í fimm daga og er alltaf mikill áhugi og komast færri að en vilja. Enda ótrúleg þekking sem hann býr yfir og alltaf jafn gaman að sjá hvað hann beitir mörgum aðferðum til að ná árangri. Maðurinn er með arnaraugu og ræðst í verkefnin með mikilli ákveðni og elju.
Á þessum dögum féllu að vanda mörg gullkorn og eitt af þvi fyndnara var þegar hann spurði ákveðinn knapa sem nýbúinn var að leysa verkefnið sitt hvort að hesturin væri ekki orðinn góður, knapin játaði því og þá sagði hann um hæl, brostu. Svo sagði hann að markmiðið væri brosandi knapi á alvarlegum hesti en aftur amóti væri það verra með alvarlegum knapa á brosandi hesti !!!
Á síðastliðnu ári höfum við selt fjóra stóðhesta til Swiss, þá Magna, Hlébarða,Merg og Sirkus. Magni og Hlébarði fóru utan í haust en það voru systurar Lisa og Mara Staubli sem keyptu þá. Síðan fóru Mergur og Sirkus nú í byrjun janúar en Sylvana Frigoli keypi Merg og Sandra Sherrer keypti Sirkus. Allar hafa þessar konur hafa verið eða eru í svissneska landsliðinu og vonumst við eftir að sjá og frétta af hestunum á keppnisvöllunum á næstu árum. Myndin sem fylgir hér á eftir sendi Sylvana mér, enda höfðuþær vinkonunar sleigið upp í móttökuparty Mergs og Sirkusar. Til gamans má geta þess að Sandra rekur ásamt eginmanni sinum Roger, Reithof Neckertal, en það er staðurinn sen siðstliðið Heimsmeistaramót var haldið á og var Roger framkvæmdarstjóri þess.
Silvana og Sandra |
Sirkus og Mergur á Reithof Necertal |
Ása og Mergur í Hafnarfirði |
Sandra að prófa Sirkus í fyrsta sinn
Jæja þá er komið nýtt ár, gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Hér líða jól og áramót rólega og huggulega án þess að við gerum mikið úr því. En eitt geri ég þó oftast og það er að strengja áramótaheit.
Í þetta sinn gerði ég það líka, í nokkur ár hefur það verið heimasíðan, læra á tölvu, gera heimasíðu, verða sýnilegri , koma okkur meira á framfæri. Þetta er nú búið að takast þokkalega þó það hafi tekið meiri tíma en áætlað var. Enda ekki svo langt síðan ég sat fyrir framan nýkeypta tölvu og ætlaði að prófa hana og mikið var hlegið þegar krakkarnir áttuðu sig á að ég gæti ekki einu sinni tvíklikkað.
Síðan eru liðin nokkur ár og með hjálp barna minna og allra sem hafa komið hér og ég hafi haft trú á að geti eitthvað á tölvu, nokkura tölvutima og siðast en ekki síst með hjálp og þolinmæði Einars Vals vinar míns, sem hefur verið okkar helsti ráðgjafi, lagað og gert við tölvuna og meira að segja komið til að stinga henni í samband, en þetta er nú farið að ganga nokkuð vel.
Ég er orðin nokkuð sjálfbjarga..........en sem sagt, eftir þessi söguágrip er það það sem ég ætlaði að skrifa um og það er áramótaheitið. Það er að gera nýja sölusíðu, skemmtilega og auðvelda með videói og svo er það mál málanna, að setja fréttirnar á ensku. Við áttum auðvitað að vera löngu búin að því en svona er þetta nú samt.
Þá er komið vídeó á heimasíðuna okkar, það eru reyndar nokkrir dagar síðan að það var sett inn. Vídeóið er að finna undir ræktun, stóðhestar og eins og er, er komið vídeó af Brimni,Flugni, Gandálfi, Hug, Kraflari, Ljóna,Natan og Vakari.
Við höfum verið frekar dugleg í gegnum tíðina að taka upp á vídeó og eigum flestallar kynbótasýningar, af okkar hrossum, enda er það bæði fróðlegt og gaman að geta skoðað þetta eftirá. Við höfum líka oft notað þetta okkur til leiðréttingar, þegar óánægja hefur verið með dómstörf eða vafaatriði hafa komið upp. Það hefur verið nausýnlegt að geta velt þessu fyrir sér því eins og við vitum er ekki allt sem sýnist alltaf. Nú er svo komið að við getum notað þetta á heimasiðuna líka vonandi ykkur til fróðleiks og skemtunar.
Silvana og Martina | Syðri Gegnishólar |
Grýla og sonur | |
Álfadís | |
Ljónslöpp og sonur | Mirra og dóttir |
Þessar fallegu vetrarmyndir tók ég fyrir hádegið á þriðjudag,
en þá var elveg einstaklega falleg birta.
Vorum að endavið að halda námskeið með Julio Borba, en hann er frá Portogal og hefur verið að kenna okkur um nokkura ára skeið. Eins og vanalega var hann með tvo hópa og í hverjum hóp eru átta manns og fær hver og einn klukkutíma kennslu á dag en mega svo fylgjast með þegar verið er að kenna hinum. Vegna pestarinnar höfum víð þurft að afbóka nokkur námskeið þannig að nú var gott að komast í gang aftur. Í þetta sinn tókum við okkur nokkur saman og vildum fá innsýn í það hverning hann frumtemur og var það bæði fróðlegt og gaman. Við þóttumst nú vera búin að undirbúa hestanna vel og vorum það líka samsvæmt okkar mælikvarða en það var nú aldeilis ekki í hans augum. Unnið var með hestanna í taumhring og var allt sem hann gerði þaulhugsað og hnitmiðað. Komst maður að því að margt sem við höfum lært í þessu hefur villandi og takmarkað notkunnargildi. Að venju var hann mjög beittur og það var ekkert sem engu máli skipti eða var látið liggja á milli hluta. Meira að segja var tekinn töluverðan tíma í það hverning ætti að nota piskinn, hvar hann á að vera þegar hann er ekki notaður, hvað hver staða pisksins þýðir og svo sýndi hann okkur hverning hann var látin æfa sig. Eftirá fóru menn að æfa sig með misjafnan árangur mörgum til mikillar skemmtunnar. Bara svo að þið vitið,þá verður maður að geta hvatt ytri hlið hestsins og auðvitað fyrir aftan. Bara eitt i lokin, snúrumúlarnir fara á áramótabrennuna og hringgerðið í Hringrás með fyrstu ferð ( :