Eftir langt hlé er ég loksins búin að finna löngunina og tímann til að skrifa á heimasíðunni aftur. Mikið er búið að gerast á þeim tíma sem engar fréttir hafa verið eins og t.d við hér í Gangmyllunni fórum stöngina út í meistaradeildinni. Urðum langneðst í liðakeppninni og svo sem ekkert meira að skrifa um það, en merkilegt nokk var að mörgu leyti mjög gaman að taka þátt. Maður væri alveg til í að taka þátt aftur en þar sem neðsta liðið fellur sjálfkrafa út er það ekki í boði. Ég held að það væri mjög viskulegt hjá umsjónarmönnum meistaradeildarinnar að velja inn annað lið í deildina áður en þeir fara í sumardvala, þetta er jú heilmikið umstang og gott fyrir nýja liðið að vita um þáttöku fyrr en í miðjan des eins og gerðist í okkar tilfelli.
Margt er að frétta héðan og margt skemmtilegt búið að gerast og ætla ég að gera þvi skil í rólegheitunum, eins og td, að Elin sem er hér í vinnu hjá okkur vann mótaröðina hjá Sleipni, en þá er um að ræða einn samanlagður sigurvegari út úr þremur vetrar töltmótum hjá Sleipni. hún vann þetta allt á ungum hestum frá Ketilsstöðum. Á fyrsta mótinu endaði hún í fjórða sæti á fimm vetra hrysssunni Isbrá, sem er undan Brá og Álfasteini. Á öðru mótinu vann hún á Kötlu, einnig fimm vetra en hún er undan Ljónslöpp og Gaumi frá Auðsholtshjáleigu og þriðja mótinu vann hún líka, þá á sínum eigin hesti Frama, en hann er sex vetra gamall undan undan Framkvæmd og Sveini Hervari frá Þúfu.
Myndir: Gangmyllan
Þá er fyrsta keppnin búin, 4 gangurinn. Stóðhestarnir okkar, Vakar og Fálmar tóku þátt, Anna keppti á Vakari, Bergur á Fálmari og ég keppti á Háfeta frá Leirulæk, gamall geldingur sem er samstarfsverkefnið okkar Hjartar Bergstað. Hlutirninr snérust aðeins í höndunum á okkur síðustu dagana, en ekkert sem fór ekki þokkalega og er ekki hægt að læra af. Fálmar stóð sig eins og hetja, hann var gripinn á síðustu stundu og fór hringina þarna inni án þess að taka eftir áhorfendum, var ekki erfitt að sjá að þar var keppnishestefni á ferð. Hjá Vakari og Önnu, vantaði líklega herslumuninn á hægu tölti, hann var aðeins og hægur, hlaut 7,0 og 13 sæti, fyrsti hestur fyrir utan B-úrslit..
Ég ákvað að hafa Kraflar ferskan fyrir Gæðingafimina og fór þess vegna á Háfeta frá Leirulæk, hestur sem hefur verið staddur hér hjá okkur í nokkur ár, reyndar langaði mig mjög til að keppa á honum, en hann hefur margt sem höfðar mjög til mín. Fyrst ég dr...ekki til að ríða inn í A-úrslit sem ég vel hefði getað gert, fór þetta eins vel og hefði getað í bili. Háfeti varð fyrir miklu slysi fyrir tæplega tveimur árum, hann fékk stóra skrúfu á kaf í vinstri afturfót og varð í framhaldi af þvi að fara í mikla aðgerð. Eftir það stóð hann úti í ár með skeifu og botn á fætinum. Það er alveg hreint frábært hvað hann er á góðri leið með að ná sér en tíminn mun sýna hversu mikið hann getur beitt vinstri afturfæti. Hann er með ör á sininni í hófnum sem hindrar hann við hreyfingu á fætinum eðlilega í bili. Hann er alltaf að lagast og mikilvægt er að teygja á og ekkert sem hægt er að skemma, en þegar kom að yfirferð á vinstri hönd var getan ekki til staðar. En hann stöð sig frábærlega og kynnti sig bara flott þangað til.
Við urðum ekki fyrir vonbrigðum með fyrsta kvöldið, umgjörðin var flott og gott að vera keppandi þarna, vel hugsað um allt, stemningin jákvæð og mikið af flottum hestum. Ótrúlega gaman að fá að taka þátt. Verð ég að segja að gaman er að sjá reiðmenn í dómarastörfum, það er bara sannfærandi í mínum augum, fá að ríða fyrir menn sem eru í hnakknum alla daga. Með þökk fyrir, við hlökkum til að halda áfram.
Mynd: Drífa Dan
Við erum komin með lið í meistaradeildinni, sem hefst 31 janúar. Við sóttum um í fyrra líka, þá komumst við ekki að en nú tókst það. Þetta verður spennandi og gaman og mikil breyting fyrir okkur. Bergur hefur tekið þátt tvisvar en ég hef aldrei tekið þátt, ef frá er dregið að ég var varaknapi í liði Lýsis í hitt í fyrra. Þá var markmiðið að ég ætti að taka þátt í gæðingafimi. Kraflar var síðan veikur þanning að ekki gat ég sinnt verkefninu sen skyldi og endaði það með að ég tók þátt í aðeins einni grein, slaktaumatölti á lánshesti. Mér hefur oft verið boðið að taka þátt, en hef alltaf hafnað því á þeim forsendum að mig hefur ekki langað að hefja keppnistímabilið svona snemma og auðvitað er mun erfiðara að sinna reiðkennslunni erlendis samhliða þáttöku í meistaradeildinni. Aftur á móti er auðvitað frábært að fá lengra keppnistímabil í íþróttakeppninni því flestum íþróttamótum er hrúgað saman í maímánuði að undanskildu íslandsmótinu og svo auðvitað íþróttamótunum á haustinu sem að mínu mati minna meira á firmakeppni í íþróttasniði frekar en íþróttakeppni. En sem sagt við erum með lið og með okkur höfum við fengið okkar fólk og vini okkar þau Daníel Jónsson og Önnu Valdimarsdóttir en þau vorum við með í sigtinu í fyrra líka ásamt Jakobi Sigurðssyni en hann er í öðru liði. Anna hefur m.a. margoft verið í íslenska landsliðinu á heimsmeistara og norðurlandamótum með toppárangur og Daníel tók þátt á meistaradeildinni með góðum árangri fyrir nokkum árum, ásamt því að vera íslandsmeistari í fimmgangi og í þriðja sæti í fimmmgangi á heimsmeistaramótinu sama árið og svo margt margt fleira.
Myndin af Daníeli og Bergi var tekin í haust af Sigurði Sigmundssyni þegar þeir félagar voru að dæma saman á folaldasýningu í haust. Myndin af okkur Önnu, veit ég ekki hver tók en hún er síðan 2007 þegar við vorum saman í íslenska landsliðinu í Hollandi. Ég er ekki viss um að hún vinkona mín sé sátt við þessa mynd en hún er svo stríðin að ég læt hana bara vaða.
Á þessu ári eins og á öðrum höfum við selt töluvert af hrossum til útlanda. Síðustu hrossin til að fara frá okkur á þessu ári eru þau Vestri frá Hellubæ og Sena frá Ketilsstöðum.
Vestra áttum við Ína á Hellubæ saman. Hann er sonur Vöku frá Hellubæ og Suðra frá Holtsmúla. Vestri er fjórgangari, hann fór í fyrstu verðlaun fjögurra vetra gamall og í ár var kepppt á honum í fyrsta sinn. Hann varð í þriðja sæti í fjórgangi í Mosfellsbæ og í sjöunda sæti á Suðurlandsmótinu á Hellu, ekki slæm byrjun það. Kaupandi hans er Anna Talos í Austurríki.
Sena frá Ketilsstöðum er fimm vetra fjórgangshryssa undan 1.verðlauna Orradótturinni Brá frá Ketilsstöðum og Ljóna frá Ketilsstöðum. Sena er ósýnd því miður en hún var blóðjárnuð svo illa í maí að hún missti allt sumarið og kom þess vegna ekki til sýninga. Sena er efnileg klárhyssa með tölti og kaupandi hennar er Anne Guro Mathisen í Noregi. Freyja okkar mun aðstoða hana við þjálfun fyrst um sinn og verður stefnt með hana í kynbótadóm í Noregi komandi vor.
Vestri, knapi Elin Holst og Sena knapi Olil Amble Myndir: Gangmyllan
Var að skoða myndir sem við tókum um daginn á Borba námskeiðinu, mér finnst þær bara fínar og læt þær bara vaða inn á heimasíðuna. Birtan getur orðið mjög falleg í reiðhöllinni, enda gegnsæjar plötur í loftinu. Það er alltaf mjög gaman að sitja saman að spá og spekúlera í hestunum og mismunandi þjálfunaraðferðum og æfingum. Það skapast alltaf sérstök stemmning á þessum námskeiðum enda fyrir okkur sem erum að kenna mikið, er alveg nauðsynlegt að hlaða annað slagið.
Myndir: Gangmyllan
Eins og ég var búin að skrifa hér áður í fréttum er Framkvæmd komin með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og erum við búin að bíða spennt eftir dómsorðinu hennar. Við reiknuðum með því að eitthvað yrði minnst á skeið og vilja og urðum við ekki fyrir vonbrigðum. Hér birti ég myndir af móður hennar og bróður, henni sjálfri og nokkrum afkvæmum.
Hugmynd, mynd: Valdimar Kristinsson. Framkvæmd og Hjörvar: Eirikur Jónsson. Flugnir og Minning: Gangmyllan og Djörfung: Axel Jón.
Hugmynd móðir Framkvæmdar var með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og hlaut 8,5 fyrir vilja og skeið. Framkvæmd var með 9,0 fyrir skeið og 9,5 fyrir vilja. Hjörvar bróðir Framkvæmdar hlaut 10 fyrir skeið og 9,0 fyrir vilja 6 vetra gamall, með Daniíel Jónsson í hnakknum en á myndinni að ofan er hann setinn af Atla Guðmundssyni sem sigraði A flokkin á honum á FM´96. Svo er Flugnir sonur Framkvæmdar með 10 fyrir skeið og 9,5 fyrir vilja en því náði hann í sumar 7 vetra gamall. 4 vetra fékk hann 9,0 fyrir skeið. Minning dóttir Framkvæmdar fékk 9,5 fyrir skeið og 9,0 fyrir vilja 5 vetra gömul. Síðasta myndin er af Djörfungu en hún fékk 9,5 fyrir skeið og vilja 4 vetra gömul.
Dómsorðið er svohljóðandi:
Framkvæmd frá Ketilsstöðum gefur hross undir meðallagi á stærð. Höfuð er svipgott með fínleg eyru og vel opin augu. Hálsinn er all langur, meðalreistur við háar herðar. Bakið er vöðvað en beint og lendin djúp og afturdregin. Afkvæmin eru hlutfallarétt. Liðir á fótum eru sverir og sinar eru öflugar, fætur eru réttir í liðum en all nágengir. Hófar eru prýðisgóðir, efnisþykkir og djúpir en prúðleiki er slakur. Framkvæmd gefur taktgott tölt, skrefmikið brokk og gott fet. Skeiðgeta er úrval og skeiðið ferðmikið, takthreint og öruggt. Afkvæmin eru harðviljug og fylgin sér og fara vel.
Framkvæmd frá Ketilsstöðum gefur flugvakra, öskuviljuga alhliða gæðinga. Framkvæmd hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
Enn og aftur er afstaðið námskeið með Julio Borba, snildarkennaranum okkar frá Portugal. Fjórir dagar til enda, hvað á maður að segja, gaman, hvetjandi og frábært. Gullkornin frá þessu námskeiði voru mörg að vanda, en læt hér fylgja með eitt svona til umhugsunar, og hef það af sjálfsögðu eftir honum eins og hann sagði það:
Transitions between the gates and in the gate are the best way to improve the balance and the quality of the gate.
Julio Borba
Julio og Suberano, stóðhestur úr hans eigin ræktun.
Ræktunarmenn árins, Olil Amble og Bergur Jónsson ásamt Haraldi Benediktssyni formanni Bændasamtaka Íslands og Kristni Guðnasyni formanni Félags Hrossabænda.
Við náðum því aftur, 74 ræktunarbú voru í pottinum, 13 voru tilnefnd og við unnum. Það var örugglega ekki auðvelt val og eflaust þó nokkur bú sem hefðu verið vel að þessum titli komin. En við unnum og erum mjög stolt og ánægð.
Það fyrsta sem fer í gegnum huga manns er þakklæti. Þakklæti til allra þeirra sem hafa unnið með okkur að þessum árangri. Það fólk sem hefur verið boðið og búið að aðstoða okkur, hvar og hvenær sem er. Fjölskyldan, vinir og það frábæra starfsfólk sem við vorum með á þessu ári, þær Elin Holst, Esther Kapinga og Henna Jóhanna Sirén og held ég að það sé ekki á margra færi að fara í þeirra fótspor.
Okkur langar líka að þakka því frábæra fólki sem hefur starfað hjá okkur í gegnum tíðina og tekið þátt í því að leggja grunninn að því hvar við stöndum í dag. Foreldrar Bergs, þau Jón og Elsa á Ketilsstöðum lögðu árátugum saman allt sitt í ræktun Ketilsstaðahrossanna. Einnig erum við þakklát Jóhannesi Stefánssyni á Kleifum sem gaf m.a mér, ömmu Álfadísar, hana Spurningu frá Kleifum og svo margt annað.
Á bakvið þennan árangur er mikil vinna. Við leggjum allt sem við eigum undir og ég held að við hefðum ekki náð þessum árangri nema fyrir okkar óbilandi áhuga á hrossum.
Það hefur líka verið gæfuspor hjá okkur að vera á tánum gagnvart þróuninni. Við höfum verið þess aðnjótandi að fá til okkar framúrskarandi reiðkennara. Hann Júlio Borba sem er búinn að hrista heldur betur upp í okkur þar sem það átti við, hefur leyft okkur og hvatt til þess að halda í það sem gott er. Þetta hefur orðið til þess að tamning og þjálfun hér á bæ hefur tekið töluverðum framförum.
Okkar markmið er að geta ræktað og sýnt okkar hesta sjálf, að nota okkar eigin ræktun til keppni, í sýningar eða til reiðar og er mjög ánægjulegt að hafa náð því takmarki. Auk þessa hefur fólk sem hefur verið hér í vinnu, fengið tækifæri til að sýna okkar hesta þegar það hefur átt við. Við höfum líka verið óhrædd að víkja fyrir knöpum sem við höldum að geti sýnt viðkomandi grip betur en við sjálf og höfum í þeim tilvikum leitað til snillingsknapa eins og þeirra Jakobs Sigurðssonar, Daníels Jónssonar, Þórðar Þorgeirssonar og Sigurðar Matthíassonar, sem hefur verið bæði fróðlegt og skemmtilegt.
Við Bergur hófum okkar sambúð og samstarf í hrossarækt árið 2001 og töldum fyrst saman til hrossaræktarverðlauna árið 2009. Ræktunin okkar er í dag kennd við Ketilsstaði og Syðri Gegnishóla því okkur hefur fundist gaman og bráðnauðsynilegt að halda í Ketilsstaðanafnið enda leiðinlegt að láta svo gamalgróið ræktunarnafn hverfa, nafn sem segir mörgum margt og hefur djúpar rætur í sögu hrossaræktarinnar. Fyrir mig, sem hef verið á flakki, hefur það hinsvegar verið eðlilegt að fara að kenna hrossin við Syðri Gegnishóla, sem eðlilegt framhald á því að það er hið nýja heimilið þeirra á eftir Selfossi og Stangarholti. Nú eru þegar komnar í ræktunina okkar þó nokkrar hryssur sem eru úr báðum þessum stofnum.
Við erum stolt af uppruna hrossanna okkar og þess vegna er það okkur eðlilegt að halda þessum ræktunarnöfnum á lofti, eins Ketilsstaðir, þó svo að réttast væri örugglega að kenna þau öll við Syðri Gegnishóla þar sem þau fæðast. Þau alast upp á Ketilsstöðum frá 1-3 vetra aldurs þegar þau koma aftur til tamningar hingað í Syðri Gegnishóla.
Fyrstu hryssurnar sem komu í ræktun úr þessum tveimur ættlinum voru þær Snerra og Djörfung, Snerra undan Oddrúnu frá Ketilsstöðum og Djörfung undan Framkvæmd frá Ketilsstöðum, faðir þeirra beggja er Álfasteinn. Þær voru báðar sýndar i fjögurra vetra flokki á LM´08.
Bylgja, Mugga og Álöf voru allar á Landsmótinu í sumar, eru allar úr þessum tveimur ættlinum og eru komnar í folaldseign, Bylgja er fylfull við Jarli frá Árbæjarhjáleigu, Mugga við Glóða Feyki frá Halakoti og Álöf við Stála frá Kjarri.
Myndir: Gangmyllan
Framkvæmd er komin með heiðursverðlaun, hún er með 117 stig og 5 sýnd afkvæmi. Framkvæmd er fimmta hryssan úr okkar ræktun til að ná þeim árangri. Fyrsta hryssan var Hugmynd, móðir Framkvæmdar, en hún náði þeim árangri árið 2000, svo Vakning 2004, Ljónslöpp 2009, Álfadís 2011 og nú Framkvæmd 2012. Framkvæmd er sem sagt dóttir Hugmyndar frá Ketilsstöðum. Hugmynd var undan Ör frá Ketilsstöðum, sem var með 1.verðlaun fyrir afkvæmi, og Mána frá sama bæ, sem hlaut 1.verðlaun fyrir afkvæmi aðeins 9 vetra gamall.
Faðir Framkvæmdar er Hrafn frá Holtsmúla sem var með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, en hann var sonur Snæfaxa frá Páfastöðum sem var einungis byggingadæmdur með 7,80 og Jarpar frá Holtsmúla sem var með 1.verðlaun fyrir afkvæmi.
Hrossin sem dæmd eru undan Framkvæmd eru:
Minning með 8,25, 5 vetra gömul, þ.a 9,5 fyrir skeið.
Djörfung 8,23, 4 vetra gömul, þ.a með 9,5 fyrir skeið og vilja.
Flugnir 8,38 sjö vetra gamall, Þ.a 9,5 fyrir vilja og 10 fyrir skeið.
Flaumur med 8,03 sex vetra gamall.
Frami með 8,02 fimm vetra gamall.
Það verður spennandi að lesa samantektina um hana og afkvæmin hennar en við erum nokkuð viss um að minnst verði á vekurðina og viljann sem hún erfir sterkt frá sér. Hér fyrir neðan birti ég myndir af afkvæmum hennar fimm sem telja inn í þennan dóm.
Enn og aftur gerist það að langt er á milli frétta hér á búinu hjá okkur. Það er vegna þess að ég er búin að leggjast í ferðalög, er sem sagt mikið að kenna erlendis eins og svo margir aðrir reiðkennarar.
Fagráð var að birta listann yfir hrossaræktarbú sem hafa staðið sig best á árinu og er gaman að sjá að okkar bú Ketilsstaðir/ Syðri Gegnishólar er á listanum. Í tilefi þess finnst mér vera viðeigandi að taka saman árangur búsins í ár. Í ár sýndum við 25 hross úr okkar ræktun í kynbótadóm. Meðalaldur hrossanna er 5,76 ár og meðaleinkunn er 8,12. 10 þessara hrossa náðu lágmörkum í sínum flokkum inn á Landsmótinu og fimm þeirra komust í verðlaunasæti þ.e í hópi tíu bestu hrossa í sínum flokk. Því miður voru bara sýnd tvö 4 vetra hross frá búinu í ár en það er auðvitað færra en við höfðum viljað. Skemmtilegasti árangurinn hjá okkur í ár var líklega hjá Flugni sem fékk 10 fyrir skeið og Álfhildi sem fékk m.a 9,5 fyrir fegurð í reið aðeins fjögurra vetra gömul. Til gamans má geta að í þessum hópi eru tvö pör af alsystkinum, þau Brimnir og Bylgja og Álffinnur og Álfhildur. Grýla er hryssan sem á flest sýnd afkvæmi í ár. Undan henni eru þau Aðaldís og Strokkur og svo kom til sýningar Skjóða sem fór 5 vetra til Noregs fylfulla við Kraflari. Síðan var hún sett í þjálfun og var sýnd í vor með þessum árangri.
Birti hér myndir af hrossunum sem sýnd voru frá búinu í ár, raðað etir aðaleinkunnum.
Hrossin sem sýnd voru á árinu eru:
Ljóni rauðskjóttur 8v.8,47
Bylgja bleikálótt 6 v. 8,42
Flugnir svartur 7v. 8,38
Strokkur rauðskjóttur 5 v, 8,36
Brimnir bleikálóttur 7 v. 8,34
Adaldís brúnskjótt 6 v. 8,32
Álffinnur brúnskjóttur 5 v. 8,25
Gersemi grá 5 v. 8,21
Skjóða rauðstjórnótt 9 v. 8,21
Mugga rauð 5 v. 8,18
Alöf rauðhöttótt 5 v. 8,15
Álfhildur brún 4 v.8,14
Fálmar svartur 5 v. 8,14
Hvellhetta dökkjörp 5 v. 8,11
Grábrá grá 8 v. 8,07
Drift jarpblesótt 6 v. 8,06
Frami brúnn 5 v. 8,03
Flaumur grár 6 v. 8,02
Gramur grár 6 v. 8,01
Stemmning brún 6 v. 7,98
Sprengja svört 6 v. 7,91
Jörmuni grár 4 v. 7,89
Ösp jörp 5 v. 7,82
Synd brún 5 v. 7,79
Oddný rauðglófext 5 v. 7,74
Í dag var að klárast síðsumarssýning á Gaddstaðaflötum við Hellu og höfum við sýnt fimm hross úr okkar ræktun þar. Ein endursýnd, Álöf 5 vetra og svo fjögur í fyrsta dóm, þau Fálmar, Sprengja, Synd og Oddný, sem eru öll efnileg klárhross, þau eiga enn mikið inni, en nældu sér flest í góðar tölur hér og þar. Álöf er fylfull við Stála frá Kjarri og höfum við þjálfað hana létt í sumar með það í huga að endursýna hana nú í haust og hækka hana. Það gekk nú ekki upp hjá okkur og endaði hún með 8,11, en hennar hæsti dómur í ár er 8,15. Álöf er dóttir Hefðar frá Ketilsstöðum sem er undan Vakningu frá sama bæ og Skrúði frá Framnesi. Faðir hennar er Álfur frá Selfossi sem er undan Álfadísi frá Selfossi og Orra frá Þúfu. Eigandi Álafar er Guðbrandur Stigur Ágústsson.
Fálmar frá Ketilsstöðum er 5 vetra gamall, móðir hans er Þerna sem er dóttir Stigs frá Kjartansstöðum og Sylgju frá Ketilsstöðum. Faðir hans er Sveinn Hervar frá Þúfu sem er sonur Orra og Rákar frá Þúfu. Alsystir Fálmars er Spes, en hún er í ræktun hjá okkur, með 8,20 í aðaleinkunn, þ.a 8,41 fyrir hæfileika, 9,0 fyrir tölt, brokk, hægt tölt fergurð og vilji og 9,5 fyrir hægt stökk og stökk. Önnur systkini hans sammæðra með fyrstu verðlaun eru Þjónn, Krafla og Kraflar.Dómurinn hans Fálmars er svona: Sköpulag: 8.0 8,5 8,0 8,5 8,5 9,5 7,5 samtals 8,32 Hæfileikar: 8,5 9,0 5,0 8,5 9,0 8,5 8,0 Hægt tölt 8,5 Hægt stökk 8,5 samtals 8,02 Aðaleinkunn 8,14.
Sprengja er 6 vetra undan Ljónslöpp frá Ketilsstöðum sem er undan Snekkju frá sama bæ og Oddi frá Selfossi. Faðir hennar er Gígjar frá Auðsholtshjáleigu sem er undan Hrafntinnu frá Reykjavík og Orra frá Þúfu. Ljónslöpp móðir Sprengju er með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og eru önnur systkini sammæðra með fyrstu verðlaun Tjörvi, Ljóni og Hlébarði. Dómur Sprengju er svona: Sköpulag: 8,0 8.0 8,5 7,5 8.0 7.0 8,0 8.0 samtals 7.87 Hæfileikar: 8,5 8.5 5.0 8,0 8,5 9,0 8.0 Hægt tölt: 9,0 Hægt stökk: 7,5 samtals 7.93 Aðaleinkunn: 7.91
Synd er 5 vetra, dóttir Framtiðar frá Ketilsstöðum, sem er undan Kolfreyju frá sama bæ og Sveini Hervari frá Þúfu. Faðir hennar er Leiknir frá Vakursstöðum sem er undan Safir frá Viðvík og Lyftingu frá Ysta Mó. Synd er elsta afkvæmi Framtíðar sem er klárhryssa sem hlaut 8,37 í aðaleinkunn 5 vetra gömul. Dómur Syndar er svona: Sköpulag: 7,5 8,0 8,0 7,5 8,5 8,0 7,5 8,0 samtals 7,87 Hæfileika: 8,0 8,0 5,0 9,0 8,5 8,5 8,0 Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 9,0 samtals: 7,73 Aðaleinkunn: 7,79
Siðasta hrossið er Oddný, sem er 5 vetra gömul, móðir hennar er Oddrún frá Ketilsstöðum sem er undan Gígju frá sama bæ og Oddi frá Selfossi. Faðir hennar er Draumur frá Lönguhlið sem er undan Sædísi frá Stóra Sandfelli 2 og Aroni frá Strandarhöfði. Systkini Oddnýar sammæðra henni með fyrstu verðlaun eru Önn og Snerra. Dómurinn hennar Oddnýar er svona: Sköpulag: 7,5 8,0 8,0 8,0 8,0 7,5 9,0 7,5 Samtals: 8,06 Hæfileikar: 8,5 7,5 5,0 7,5 8,0 8,0 8,0 Hægt tölt: 7,5 Hægt stökk: 7,0 Samtals 7,53 Aðaleinkunn: 7,74
Oddný 5 vetra Myndir: Gangmyllan
Vesta og Hugrún frá Hellubæ komu fram í fimm vetra flokki á Landsmótinu. Þær eru báðar frá Hellubæ í Hálsasveit í Borgarfirði. Mæður þeirra eru sammæðra og faðir þeirra er Álfur frá Selfossi. Hugrún er undan Þulu frá Hellubæ sem hlaut 8,26 í aðaleinkunn fjögurra vetra gömul, þ.a 9,0 fyrir tölt. Þula var sýnd aftur 6 vetra gömul og þá hlaut hún 8,44 í aðaleinkunn þ.a 9,5 fyrir tölt ss. báðir foreldrar Hugrúnar eru með 9,5 fyrir tölt. Þula er undan Golu Gáskadóttir frá Hellubæ og Kolfinni frá Kjarnholtum. Móðir Vestu er Vaka frá Hellubæ sem var í fjórða sæti í fjögurra vetra flokki á LM 2004, með aðaleinkunn 8,24. Líklega með hæðsta hæfileikadóm, sem fjögurra vetra klárhryssa hefur hlotið, 8,48. Móðir Vöku er Gola frá Hellubæ og faðir hennar er Feykir frá Hafsteinsstöðum.
Vesta hækkaði litillega í dóm á Landsmótinu en Hugrún lækkaði og birti ég hér hæðsta dóm þeirra beggja :
Vesta, sköpulag : 8,0 8,5 8.0 8,0 8,0 7.5 9.0 7,0 samtals 8,20 Hæfileikar : 8,5 8,5 5,0 8,5 8,5 9,0 8,5 samtals 8,00 hægt tölt 8,5 hægt stökk 8,5 aðaleinkunn 8,08
Hugrún sköpulag : 8,5 8,5 8,0 8,5 7,5 8,0 8,0 7,0 samtals 8,14 Hæfileikar : 8,5 8,0 7,0 8,0 8,0 8,5 8,0 samtals 8,04 hægt tölt 8,0 hægt stökk 8,0 aðaleinkunn 8,08
Hugrún og Vesta fylgdu báðar faðir sinum Álfi frá Selfossi þegar hann hlaut Sleipnisbikarinn og heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmótinu. Hugrún og Vesta eru ræktaðar af Gislínu Jensdóttir á Hellubæ, Vesta er í eigu Sigurðar Einarssonar á Hellubæ og Hugrún er í okkar eigu.
Vesta og Hugrún Hellubæ. Myndir: Gangmyllan, Sissel Tveten, Hestafréttir og Martina Gates
Í vor skrifaði ég um og birti myndir af Grábrá frá Ketilsstöðum og dóttir hennar Ófeig frá Öst. Ég sagði frá Því að Grábrá hefði verið seld Christinu Bach Sörensen í Danmerku sem tryppi og farið úr landi fylfull við Kraflari. Eins og til stóð var hún sýnd aftur í kynbótadóm, en fyrir var hún með 7,80 í aðaleinkunn og töldum við víst að hún ætti inni, Í þetta sinn fór þetta nokkurn vegin eins og til var ætlast og birti ég nýja dómin hér fyrir neðan. Grábrá er dóttir Bráar 8,10 sem er hér í ræktun hjá okkur og Brá er undan Orra frá Þúfu og Senu frá Ketilsstöðum 7,99. Dómurinn hennar varð svona,
Sköpulag: 7,5 8,5 8,0 8,5 8,0 8,5 8,5 8,0 samtals 8,29
Hæfileika: 8,5 8,5 5,0 8,5 8,5 8,5 8,5 samtals 7,92 Hægt tölt 8,5 Hægt stökk 8.5 Aðaleinkunn 8,07
Grábrá frá Ketilsstöðum, knapi Trine Risvang Myndir: ?
Fyrir stuttu síðan var synd önnur hryssa úr okkar ræktun,en hún var sýnd í Danmerku. Það er Skjóða frá Selfossi, hún er 9 vetra gömul og er dóttir Grýlu frá Stangarholti og Stíganda frá Leysingjastöðum. Skjóða er í eigu Bjarne Fossan, en hann bjó hjá okkur og vann með okkur um tíma. Málin æksluðust þannig að Bjarne fékk að halda Grýlu undir Stiganda og úr þvi kom Skjóða. Skjóða fór siðan til Noregs litið tamin 5 vetra gömul fylfull við Kraflari. Erligur prófaði Skjóðu hjá Bjarne siðastliðinn vetur og varð hrifinn af henni og úr því varð að hún kom til dóms í sumar, dómurinn hennar varð svona,
Sköpulag: 7.0 8,0 8,0 7,5 8,0 8,0 8,5 6,5 Samtals 7,85
Hæfileikar: 8,5 8,5 8,5 8,5 9,0 8,5 6,5 Samtals 8,44 Hægt tölt 8,5 Hægt stökk 7,5 Aðaleinkunn: 8,21
Skjóða frá Selfossi. knapi Erlingur Erlingsson Myndir: Tine Johansen
Hvellhetta er fimm vetra gömul og kom fram á Landsmótinu í ár í flokki fimm vetra hryssna. Hvellhetta er dóttir Hlínar frá Ketilsstöðum sem er með 8,10 í aðaleinkunn en móðir hennar var Vakning frá Ketilsstöðum sem var með 8,01 í aðaleinkunn þ.a 9,0 fyrir skeið og svo hlaut hún heiðursverlaun fyrir afkvæmi. Faðir Hlínar er Kjarkur frá Egilsstaðabæ sem er með 8,28 í aðaleinkunn þ.a 9,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir stökk, vilja og fegurð í reið.
Faðir Hvellhettu er Álfasteinn frá Selfossi, hann er með 8,54 í aðaleinkunn, en hann náði skilyrðum til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi, aðeins tíu vetra gamall. Álfasteinn er undan Álfadísi frá Selfossi sem fékk 8,31 i aðaleinkunn fjögurra vetra gömul og er með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Faðir Álfasteins er Keilir frá Miðsitju sem er með 8,63 í aðaleinkunn og er með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
Hvellhetta lækkaði aðeins í dómi á Landsmótinu en hér fyrir neðan birti ég forskoðunnardóminn hennar
Sköpulag: 8,0 8,5 8,0 8,5 8,5 8,0 8,0 8,0 8,29
Kostir: 8,5 7,5 7,5 7,5 8,5 8,0 7,5 7,98 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk : 7,5
Aðaleinkunn: 8, 11
Hvellhetta er að okkar mati sérlega léttbyggð og vel sköpuð alhliða hryssa sem á mikið inni og verður þjálfuð annan vetur með kynbótasyningu að markmiði á næsta ári.
Enn og aftur var að klárast námskeið með Julio Borba og eins og alltaf, var það mjög fræðandi og skemmtilegt. Mig langar að birta nokkur orð til umhugsunar skrifuð af honum. Ég ætla ekki að þýða þessi orð heldur vil ég að þau njóti sin nákvæmlega eins og hann skrifaði þau.
Speaking about riding.
I think that there are 2 words that we need to speak about.
They are :
Ramener: The attitude of our horse.
Rassembler: The TOTAL relaxation of all the top line.
For me FIRST of all I search for the Rassembler, only when I achieve it I'll start to think about the Ramener.
During the work, if because of certain exercises with a specific Ramener I loose the rassembler, I'll forget COMPLETELY the Ramener and only Focus and search for the lost Rassembler.
Therefore some times my horse goes a little bit behind the vertical, Not because I look for it, but because I'm not engaging the hindquarters at the same time.
After achieving the rassembler, then I'll activate the hindquarters to achieve the Perfect Ramener for the exercise I want to perform.
Nose in front of the vertical, and the Hindhead of the horse being the highest point, must be offered by the hindquarters with a horse in perfect Rassembler.
Julio Borba
Julio Borba og Importante
Nú ætla ég að halda áfram að skrifa um hrossin sem við sýndum á landsmótinu og þá langar mig að byrja á Muggu frá Syðri Gegnishólum, sem við vorum með í fimm vetra flokki en hún hlaut 8,18 í aðaleinkunn, þ.a 7,93 fyrir sköpulag og 8, 35 fyrir hæfileika og var í 10. sæti í flokki fimm vetra hryssna.
Móðir Muggu er Mugga frá Kleifum sem er undan Lygnu frá Kleifum og Hnokka frá Steðja. Lygna var klárhryssa með 8,02 í aðaleinkunn, dóttir Loga frá Kletti. Hnokki frá Steðja var með 7,88 í alaleinkunn þ.a 8,5 fyrir skeið og 8,07 fyrir hæfileika.
Mugga átti 15 afkvæmi og það siðasta þegar hún var 26 vetra gömul, en Mugga er hennar næst siðasta afkvæmi. Þegar Mugga var 24 vetra var hún búin að eiga 13 folöld og hafði verið geld í tvö ár og fannst okkur miklar likur til þess að nú væri hún hætt í folaldseignum og langaði mig til þess að hún fengi að eiga nokkur ár í ellinni á Ketilsstöðum. Í einni ferðinni austur sá ég Ljóna og fannst mér hann ansi laglegur þannig að mér datt til hugar að það myndi ekkert saka að hún eyddi fríinu inni hjá honum og árið eftir kom Mugga. Þegar hún fæddist var ég sannfærð um að þetta væri hennar siðasta folald og að hún yrði grá eins og gamla en það fór nú öðruvisi. Gamla Mugga var með 7, 56 í aðaleinkunn og er með 102 í kynbótamati og Mugga er hennar fyrsta og eina fyrstu verðlauna afkvæmi. Þetta hljómar nú ekki vel en dætur hennar tvær hafa staðið sig mun betur og hafa raðað afkvæmum sínum í fyrstu verðlaun og út af gömlu eru Noregs, Íslands og Landsmótsmeistarar.
Faðir Muggu er Ljóni frá Ketilsstöðum sem er með 8,47 í aðaleinkunn, en Mugga er fyrsta afkvæmi hans sem kemur til dóms. Faðir Ljóna er Álfasteinn frá Selfossi, hann er með 8,54 í aðaleinkunn, en hann náði skilyrðum til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi, aðeins tíu vetra gamall. Álfasteinn er undan Álfadísi frá Selfossi sem fékk 8,31 i aðaleinkunn fjögurra vetra gömul og er með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Faðir Álfasteins er Keilir frá Miðsitju sem er með 8,63 í aðaleinkunn og er með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
Mugga er nú í girðingu hjá Glóðafeyki frá Halakoti.
Mugga frá Syðri Gegnishólum Myndir: Gangmyllan
Smá hlé frá fréttafluttningi af Landsmótinu, því við vorum að fá þær skemmtilegu fréttir að Iselin Stöylen og Monsi frá Selfossi urðu Noregsmeistarar í 4 gangi unglinga um helgina og í þriðja sæti í tölti. Monsi er sonur Musku frá Stangarholti og Suðra frá Holtsmúla og er 10 vetra gamall. Iselin keypti Monsa hér hjá okkur fyrir nokkrum árum og eru hún og Monsi búin að vera undir handleiðslu Freyju dóttur minnar síðan. Leið þeirra hefur legið stöðugt upp á við og nældu þau sér síðan í þennan eftirsótta titil um hegina. Við óskum Iselin, Monsa og Freyju innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Iselin Stöylen og Monsi frá Selfossi NM 2012 Myndir: Geir Stöylen
Þá er landsmótinu lokið og við erum komin í tveggja ára pásu, sem er frekar vel þegið. Ég held að flestir hafi fengið að finna fyrir því hversu mikið álag það er að hafa landsmót tvö ár í röð. Undirbúningurinn að kynbótasýningum er auðvitað sá sami á hverju ári en svo þegar hesturinn er kominn í viðunandi dóm er ekki eins og þú getir hætt að þjálfa hann því hann á jú að koma fram á Landsmóti aftur eftir örfáar vikur og helst auðvitað gera meira en að standa við sitt. Þannig að heilu dagarnir fara í að sýna örfá hross á kynbótasýningu með það andlega álag sem því fylgir, svo þegar við komum heim bíður auðvitað meirihlutinn af dagsverkinu og þá er bara unnið eins og þarf fram á nótt. Svo byrjar allt það sama næsta morgun, gaman já en mjög erfitt.
Landsmótið í Reykjavík var frábært, allt virtist vera vel skipulagt, það var gott að vera keppandi og sýnandi á þessu móti, snilld hvað það var stutt á milli hesthúsa og valla og auðvelt að komast í mat, allt frá heimilisfæði í skyndibitafæði. Kynbótavöllurinn var frábær og ég held að það hljóti að komast að því að til framtíðar að það verði allir vellir með snúningshringi á endunum, miklu auðveldara og sanngjarnara fyrir hesta og knapa, enda kemur eðlilegur og endanlegur endir á hverja bunu. Eini svarti bletturinn á mótinu var hversu sleipur hringvöllurinn varð þegar hann blotnaði og alveg merkilegt að það skuli ekki hafa orðið fleiri en tvö óhöpp.
Auðvitað setti veðrið sinn svip á mótið enda lék bliðan við okkur nánast alla daga en mótið var samt mjög vel skipulagt, hafið þökk fyrir.
Okkur gekk að mestu leiti mjög vel á mótinu enda fengum við fimm verðlaun á kynbótaflokkunum og svo var það auðvitað hann Álfur okkar sem fékk heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og fyrsta sætið, ss fékk hann Sleipnisbikarinn. Við Christina vorum búnar að skipulegga þá sýningu vel, hestaval og klæðnað enda ekki á hverjum degi sem maður upplifir þetta. Okkur til aðstoðar fengum við hestakonuna og stílistann Rúnu Einarsdóttir, en hún sá um klæðnaðinn, enda mikil smekk kona. Bindi og klútar voru sérsaumuð, fallega skreyttar rósir í barminum og dýrindis demantaennisólar sérpantaðar frá Þýskalandi. Eins gott að sólin skein á okkur, svo glampaði á ennisólunum.
Eitthvað misfórst hjá okkur myndatakan á Álfssýningunni þannig að ef þið eigið skemmtilegar myndir af þeirri sýningu eru þær vel þegar.
Christina og Álfur frá Selfossi og Olil á Vestu frá Hellubæ, myndir: Páll Imsland, Matilde Böeg og Martina Gates
Þá er Landsmótið búið og enginn fréttaflutningur héðan í langan tíma, ástæðan er einföld, það var ekki tími til þess. Það er svo sem hellingur að frétta þannig að ég ætla reyna að fara í gegnum það skemmtilegasta í rólegheitunum.
Í gær fæddist þetta fallega folald, það er undan Álffinni og Myllu frá Selfossi, hún er er brúnskjótt en verður grá, formóðir hennar hét Spurning frá Kleifum og með þessa blesu held ég að það sé engin spurning hvað hún kemur til með að heita.
Myllu og Álfinnsdóttir Myndir: Gangmyllan